Þetta er engin hallelúja samkoma Magnús Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 10:00 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín ritstýrði verkinu um Hallgrím Pétursson. Visir/Stefán Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp