Handbolti

Ricoh með tvo sigra í röð í fyrsta sinn á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tandri Már Konráðsson skoraði fimm mörk.
Tandri Már Konráðsson skoraði fimm mörk. vísir/valli
Íslendingaliðið Ricoh vann fimm marka sigur á Karlskrona, 24-19, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.  

Landsliðsmaðurinn Tandri Már Konráðsson átti fína leik, skoraði fimm mörk úr níu skotum og átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína.

Tandri Már var næstmarkahæstur hjá Ricoh og með þriðji bestu tölfræðieinkunn liðsins.

Magnús Óli Magnússon skoraði tvö mörk úr tveimur skotum en tapaði reyndar tveimur boltum til mótherjanna.

David Florander var markahæstur hjá Ricoh með átta mörk úr níu skotum.

Ricoh var þarna að vinna annan sigur sinn í röð og jafnframt þann þriðja í síðustu fjórum leikjum. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem liðið vinnur tvo leiki í röð.

Ricoh var líka að vinna fyrsta heimasigur vetrarins en fyrstu þrír deildarsigrar tímabilsins komu allir á útivelli. Ricoh var búið að tapa sex heimaleikjum í röð fyrir leikinn í kvöld.

Ricoh er áfram í tíunda sæti deildarinnar en liðið komst upp úr fallsæti með sigrinum á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×