Erlent

Óttast sýruleka í Queensland

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Óttast er að mikið magn af brennisteinssýru hafi lekið úr flutningalest sem fór út af sporinu í norðvesturhluta Queensland í Ástralíu í gærmorgun. Í lestinni eru um 200 þúsund lítrar af sýru og hefur stórt svæði umhverfis lestina verið girt af.

Aðstæður eru erfiðar en unnið er að því að koma böndum á hugsanlegan leka, að sögn lögreglunnar í Queensland. Þrjá sakaði þegar lestin fór út af sporinu, en áverkar þeirra eru sagðir minniháttar. Þá liggur ekki fyrir hvers vegna lestin fór út af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×