Handbolti

Níu íslensk mörk í tapi Ricoh | Fyrsta tap Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri Már á æfingu með íslenska landsliðinu, en hann skoraði fimm mörk í dag.
Tandri Már á æfingu með íslenska landsliðinu, en hann skoraði fimm mörk í dag. vísir/valli
Níu íslensk mörk litu dagsins ljós í fimm marka tapi Ricoh HK, 31-26, gegn Ystads IF í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Ricoh byrjaði vel og var 14-12 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik gekk allt á afturfótunum og fékk liðið nítján mörk á sig. Lokatölur 31-26.

Magnús Óli Magnússon skoraði fimm mörk og Tandri Konráðsson bætti við fjórum, en Ricoh er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir nítján leiki.

Ólafur Guðmundsson og félagar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Hammarby í sömu deild í dag, 28-27, eftir hádramatískar lokamínútur.

Hammarby var nokkrum mörkum yfir þegar lítið var eftir, en Kristianstad  kom til baka og jafnaði þegar tæp mínúta var eftir. Hammarby skoraði svo sigurmarkið  nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Ólafur skoraði eitt mark fyrir Kristianstad sem er á toppnum með fimm stiga forskot á Alingsås. Hammarby er í sjöunda sætinu með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×