Handbolti

Sjáðu ótrúlegt 360° mark Canellas gegn Löwen | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Canellas var magnaður í leiknum í gær.
Canellas var magnaður í leiknum í gær. vísir/getty
Kiel minnkaði forystu Rhein-Neckar Löwen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta niður í tvö stig með stórsigri, 31-20, í leik liðanna í gær.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og hreinlega rúlluðu yfir Ljónin sem hafa barist við Kiel um þýska meistaratitilinn undanfarin ár.

Joan Canellas var markahæstur í liði Kiel með níu mörk en Spánverjanum héldu engin bönd.

Eitt marka hans var öðrum fallegra en í stöðunni 20-14 um miðjan seinni hálfleik lyfti Canellas sér upp, rétt fyrir innan punktalínuna, sneri sér í hring í loftinu og þrumaði svo boltanum í fjærhornið, framhjá varnarlausum Mikael Appelgren í marki Löwen.

Þetta ótrúlega 360° mark Canellas má sjá hér að neðan.

Der 360°-Canellas

Der 360°-Joan Cañellas Reixach - Wow! Gleich 9 Tore für den THW Kiel gegen die Rhein-Neckar Löwen, eine Galavorstellung: http://on.sport1.de/1ZpH6R1

Posted by SPORT1 Handball on Wednesday, December 23, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×