Syngja á svölum Caruso Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:15 Þóra, Dísella og Sigríður Ósk ætla að lífga upp á miðbæinn í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Við munum syngja jólalög fyrir gesti miðbæjarins og hlökkum mikið til,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, ein þeirra þriggja söngdíva sem koma fram á svalir Caruso við Austurstræti 22 klukkan 21 í kvöld og láta raddir sínar hljóma. Þær ætla að halda uppi stemningu í miðbænum og koma þeim í ekta jólaskap sem ekki eru það fyrir en festa það rækilega í sessi hjá hinum. Dagskráin er falleg að sögn söngkvennanna. Sálmar og jólalög í góðum kokteil. Meðal þess sem þær nefna er hinn hátíðlegi sálmur Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson, Pie Jesu eftir söngleikjahöfundinn Andrew Lloyd Webber og hið sígilda íslenska jólalag Það á að gefa börnum brauð. „Við syngjum raddað, skiptumst á að vera í aðalhlutverki og reynum að hafa flutninginn sem fjölbreyttastan,“ segir Sigríður Ósk. Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir söng dívanna í Austurstræti í kvöld. Undanfarin ár hafa þrír tenórar oft komið fram á svölum Sólons í Bankastræti en að þessu sinni var ákveðið að breyta til. „Kannski vorum við valdar í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna á árinu,“ segir Sigríður Ósk. „Þetta er að minnsta kosti í fyrsta skipti sem söngkonur koma fram í miðbænum á Þorláksmessukvöldi. Nú eru nýir tímar.“ Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við munum syngja jólalög fyrir gesti miðbæjarins og hlökkum mikið til,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, ein þeirra þriggja söngdíva sem koma fram á svalir Caruso við Austurstræti 22 klukkan 21 í kvöld og láta raddir sínar hljóma. Þær ætla að halda uppi stemningu í miðbænum og koma þeim í ekta jólaskap sem ekki eru það fyrir en festa það rækilega í sessi hjá hinum. Dagskráin er falleg að sögn söngkvennanna. Sálmar og jólalög í góðum kokteil. Meðal þess sem þær nefna er hinn hátíðlegi sálmur Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns og Einar Sigurðsson, Pie Jesu eftir söngleikjahöfundinn Andrew Lloyd Webber og hið sígilda íslenska jólalag Það á að gefa börnum brauð. „Við syngjum raddað, skiptumst á að vera í aðalhlutverki og reynum að hafa flutninginn sem fjölbreyttastan,“ segir Sigríður Ósk. Það er Reykjavíkurborg sem stendur fyrir söng dívanna í Austurstræti í kvöld. Undanfarin ár hafa þrír tenórar oft komið fram á svölum Sólons í Bankastræti en að þessu sinni var ákveðið að breyta til. „Kannski vorum við valdar í tilefni af hundrað ára kosningaafmæli kvenna á árinu,“ segir Sigríður Ósk. „Þetta er að minnsta kosti í fyrsta skipti sem söngkonur koma fram í miðbænum á Þorláksmessukvöldi. Nú eru nýir tímar.“
Menning Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira