Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2015 21:00 Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.” Bárðarbunga Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.”
Bárðarbunga Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira