Skjálftar í Bárðarbungu merki um kvikustreymi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2015 21:00 Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.” Bárðarbunga Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bárðarbunga sýnir nú skýr merki þess að kvika streymi inn í eldstöðina. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur víst að fjallið sé að búa sig undir eldgos sem hann spáir að verði á næsta eða þarnæsta ári. Eldgosið í Holuhrauni er skilgreint afkvæmi Bárðarbungu og nú, níu mánuðum frá goslokum, sjást merki þess að þetta næst hæsta fjall Íslands sé að búa sig undir önnur átök. Þannig mældust síðasta sólarhring tvær skjálftar yfir þrjú stig í fjallinu. Ármann segir að skjálftum hafi tekið að fjölga um mitt sumar. Spenna sé að byggjast upp, sem væntanlega þýði að kvika sé að safnast aftur saman undir eldfjallinu. Hann minnir á að Bárðarbunga sé eldstöð á flekamótum. „Þegar þær fara af stað eru þær uppundir tíu ár að klára sig,” segir Ármann. Spurður hvort hann túlki þetta svo að Bárðarbunga sé að búa sig undir nýtt eldgos svarar Ármann: „Já, ég myndi alveg klárlega gera það. Klárlega á ég von á því að hún komi aftur, - það verður ekkert mjög langt í það, held ég.” En hversu langt gæti verið í næsta gos? „Núna á næsta eða þarnæsta ári, þá kemur hún aftur, mundi ég halda, miðað við það hvernig þær haga sér þessar eldstöðvar, sem eru á flekamótunum sjálfum.” Gosið í Holuhrauni kom upp 40 kílómetrum frá Bárðarbungu. Ármann segir erfitt að spá hvar eldstrókarnir komi upp næst. Það gæti allt eins orðið annað gos á Flæðunum eða sunnan undir jöklinum. „Ef næsta sprunga opnast inni í jöklinum þá verður það klárlega sprengigos. Og ef hún kemur upp um toppinn þá myndi ég halda að við fengjum ansi myndarlegt sprengigos.”
Bárðarbunga Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira