Ísland í dag: Fékk nýra úr gömlum skólabróður í jólagjöf Bjarki Ármannsson skrifar 21. desember 2015 20:30 Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Gyða Thorlacius Guðjónsdóttir steig fram í Íslandi í dag í nóvember í fyrra og óskaði eftir gjafanýra, þar sem fjölskyldumeðlimir hennar hentuðu ekki sem gjafar. Henni þótti mjög erfitt að biðja um hjálp á þennan hátt og hana grunaði ekki að rúmu ári síðan yrði hún komin með nýra - og það úr gömlum skólabróður úr Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var búin að vera í vél í þrjú ár þegar ég kom hingað síðast,“ sagði Gyða í Íslandi í dag í kvöld. „Ég var mjög veik og mér leið mjög illa. Ég var orðin hálförvæntingarfull, búin að fara í gegnum ættingja og kunningja og ekkert fundist.“Sjá einnig: Með ónýt nýru í fimmtán ár en leyfir sér ekki að hugsa um dauðann Hún segir að henni hafi þótt mjög erfitt að stíga fram í sjónvarpi og auglýsa hreinlega eftir líffæri. En það var þá sem Kjartan Jón Bjarnason, gamall skólafélagi Gyðu, kom til sögunnar sem mögulegur líffæragjafi. Hann setti sig í samband við hana eftir að hafa séð viðtalið og sagðist vera tilbúinn að gefa henni annað nýrað, ef það hentaði. „Það eru akkúrat tvær vikur í dag síðan ég vaknaði eftir aðgerðina,“ segir Kjartan. „Það kemur á óvart hvað þetta er allt fljótt að ganga til baka. Ég var skorinn fyrir hálfum mánuði og fæ að fara heim tveimur dögum síðar. Maður fer náttúrulega aðeins hægar um, þar sem einhverjir skurðir eru að gróa og svona, en þetta er ekkert að há manni. Þetta hefur bara gengið rosalega vel.“ Hann bendir á að það á ekki að vera vandamál að lifa með einu nýra. „Þannig að þú getur haldið áfram að drekka bjór og svona,“ segir Gyða létt.Ertu byrjaður að drekka bjór?„Að sjálfsögðu,“ segir Kjartan og hlær. Gyða segist ekki vera búin að ákveða hvað hún gefur Kjartani í jólagjöf en það muni þó sennilega ekki „toppa“ gjöfina hans.Innslagið um Gyðu og Kjartan má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira