Gjaldþrot ekki að renna úr greipum Ásta S. Helgadóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Frá 1. febrúar 2014 hefur umboðsmaður skuldara greitt dómstólum tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta 229 einstaklinga. Að auki hefur embættið veitt 50 einstaklingum vilyrði fyrir að greiða þennan kostnað óski þeir eftir gjaldþrotaskiptum hjá hlutaðeigandi héraðsdómsstól. Aðstoðin byggist á lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014. Líkt og við árslok 2014 hafa þeir sem leita til embættisins lýst yfir áhyggjum yfir því að þetta úrræði og tveggja ára fyrningarfrestur krafna við gjaldþrotaskipti muni falla niður um næstkomandi áramót. Virðist vera um útbreiddan misskilning að ræða. Embættið vill vekja athygli á því að engin umræða hefur farið fram hjá stjórnvöldum um að fella framangreind lög úr gildi. Til að lengja fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta þarf að breyta lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 en ekkert slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Það er því ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að nokkuð muni breytast er snýr að aðgengi einstaklinga að fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta eða fyrningu krafna. Innifalið í aðstoð umboðsmanns skuldara er mat á skuldastöðu þeirra sem til embættisins leita, öflun gagna sem þarf að leggja fyrir dómstóla og leiðbeiningar fyrir þá sem embættið telur að geti komist úr skuldavanda með öðrum hætti en með gjaldþrotaskiptum. Það er stór ákvörðun að óska eftir að verða gjaldþrota og mikilvægt að vera vel upplýst/ur um hvað það getur haft í för með sér. Það eru hagsmunir allra að skoða fyrst hvort önnur vægari úrræði geti hentað. Hlutverk embættisins felst í því að veita leiðbeiningar um úrræðið og er kappkostað að veita þeim sem til þess leita sem besta þjónustu. Er því óþarfi fyrir einstaklinga að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er jákvætt að einstaklingar leiti lausna á sínum skuldamálum og óski sem fyrst eftir gjaldfrjálsri aðstoð umboðsmanns skuldara. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að gjaldþrot eða tveggja ára fyrningarfrestur krafna í kjölfar gjaldþrots sé að renna þeim úr greipum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Frá 1. febrúar 2014 hefur umboðsmaður skuldara greitt dómstólum tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta 229 einstaklinga. Að auki hefur embættið veitt 50 einstaklingum vilyrði fyrir að greiða þennan kostnað óski þeir eftir gjaldþrotaskiptum hjá hlutaðeigandi héraðsdómsstól. Aðstoðin byggist á lögum um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta nr. 9/2014. Líkt og við árslok 2014 hafa þeir sem leita til embættisins lýst yfir áhyggjum yfir því að þetta úrræði og tveggja ára fyrningarfrestur krafna við gjaldþrotaskipti muni falla niður um næstkomandi áramót. Virðist vera um útbreiddan misskilning að ræða. Embættið vill vekja athygli á því að engin umræða hefur farið fram hjá stjórnvöldum um að fella framangreind lög úr gildi. Til að lengja fyrningarfrest krafna í kjölfar gjaldþrotaskipta þarf að breyta lögum um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 en ekkert slíkt frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Það er því ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að nokkuð muni breytast er snýr að aðgengi einstaklinga að fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta eða fyrningu krafna. Innifalið í aðstoð umboðsmanns skuldara er mat á skuldastöðu þeirra sem til embættisins leita, öflun gagna sem þarf að leggja fyrir dómstóla og leiðbeiningar fyrir þá sem embættið telur að geti komist úr skuldavanda með öðrum hætti en með gjaldþrotaskiptum. Það er stór ákvörðun að óska eftir að verða gjaldþrota og mikilvægt að vera vel upplýst/ur um hvað það getur haft í för með sér. Það eru hagsmunir allra að skoða fyrst hvort önnur vægari úrræði geti hentað. Hlutverk embættisins felst í því að veita leiðbeiningar um úrræðið og er kappkostað að veita þeim sem til þess leita sem besta þjónustu. Er því óþarfi fyrir einstaklinga að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Það er jákvætt að einstaklingar leiti lausna á sínum skuldamálum og óski sem fyrst eftir gjaldfrjálsri aðstoð umboðsmanns skuldara. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að gjaldþrot eða tveggja ára fyrningarfrestur krafna í kjölfar gjaldþrots sé að renna þeim úr greipum.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar