Friðarganga fyrir alla eða kirkjuheimsókn fyrir suma? Bjarni Jónsson skrifar 21. desember 2015 00:00 Prestarnir Arna Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir skrifa grein í Fréttablaðið þann 17. desember og eru kirkjuheimsóknir skólabarna umræðuefnið. Þær hvetja öll trúar- og lífsskoðunarfélög til að bjóða skólabörnum í heimsókn til sín á hátíðum viðkomandi safnaða. Ég tek heilshugar undir hvatningu þeirra. Ég tel mikilvægt fyrir öll börn að kynnast trúarbragðasögu sem kennd er í skólum. Ég tel hins vegar ekki að slíkar heimsóknir eigi að fara fram á skólatíma og eru ástæður margar. Opinberir skólar eru griðastaður barna okkar þar sem foreldrar eiga að vera öruggir um að fram fari kennsla en ekki innræting. Hlutverk og verkefni trúfélaga er að boða trú í hvaða formi sem það er gert. Þar skilur að skóla og trúfélög. Það sem prestar virðast eiga erfitt með að skilja er að með því að skipuleggja heimsóknir skóla í kirkjur er verið að ganga á rétt foreldra til að ala barn sitt í þeirri trúar- eða lífsskoðun sem það kýs. Annað sem virðist stundum gleymast er að í skólunum eru börn foreldra sem eru trúlaus en einnig börn innflytjenda sem eru af allt annarri trú eða jafnvel engri. Með því að skikka heilu skólana í heimsókn í kirkjur er verið að aðgreina nemendur eftir lífsskoðun. En það eru töluvert margir foreldrar sem eiga mjög erfitt með að stíga fram og andmæla. Þau eru hrædd um að börn þeirra verði fyrir aðkasti samnemenda eða starfsfólks skólans. Okkur hjá Siðmennt berst töluvert af slíkum kvörtunum á hverju ári. Ég tek því heilshugar undir áskorun prestanna um kirkjuferðir. Þau trúfélög sem vilja ná til barna bjóði foreldrum þeirra að sækja kirkjur utan skólatíma. Þá er tryggt að heimsóknin valdi ekki endalausri neikvæðri umræðu, óþarfa rifrildi og sundrungu á meðal foreldra og starfsfólks, því það eru ekki allir starfsmenn sáttir. Förum að fallegu fordæmi skólastjórnenda í Langholtsskóla sem skipulögðu friðargöngu fyrir alla en hættu við kirkjuheimsókn fyrir suma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Prestarnir Arna Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir skrifa grein í Fréttablaðið þann 17. desember og eru kirkjuheimsóknir skólabarna umræðuefnið. Þær hvetja öll trúar- og lífsskoðunarfélög til að bjóða skólabörnum í heimsókn til sín á hátíðum viðkomandi safnaða. Ég tek heilshugar undir hvatningu þeirra. Ég tel mikilvægt fyrir öll börn að kynnast trúarbragðasögu sem kennd er í skólum. Ég tel hins vegar ekki að slíkar heimsóknir eigi að fara fram á skólatíma og eru ástæður margar. Opinberir skólar eru griðastaður barna okkar þar sem foreldrar eiga að vera öruggir um að fram fari kennsla en ekki innræting. Hlutverk og verkefni trúfélaga er að boða trú í hvaða formi sem það er gert. Þar skilur að skóla og trúfélög. Það sem prestar virðast eiga erfitt með að skilja er að með því að skipuleggja heimsóknir skóla í kirkjur er verið að ganga á rétt foreldra til að ala barn sitt í þeirri trúar- eða lífsskoðun sem það kýs. Annað sem virðist stundum gleymast er að í skólunum eru börn foreldra sem eru trúlaus en einnig börn innflytjenda sem eru af allt annarri trú eða jafnvel engri. Með því að skikka heilu skólana í heimsókn í kirkjur er verið að aðgreina nemendur eftir lífsskoðun. En það eru töluvert margir foreldrar sem eiga mjög erfitt með að stíga fram og andmæla. Þau eru hrædd um að börn þeirra verði fyrir aðkasti samnemenda eða starfsfólks skólans. Okkur hjá Siðmennt berst töluvert af slíkum kvörtunum á hverju ári. Ég tek því heilshugar undir áskorun prestanna um kirkjuferðir. Þau trúfélög sem vilja ná til barna bjóði foreldrum þeirra að sækja kirkjur utan skólatíma. Þá er tryggt að heimsóknin valdi ekki endalausri neikvæðri umræðu, óþarfa rifrildi og sundrungu á meðal foreldra og starfsfólks, því það eru ekki allir starfsmenn sáttir. Förum að fallegu fordæmi skólastjórnenda í Langholtsskóla sem skipulögðu friðargöngu fyrir alla en hættu við kirkjuheimsókn fyrir suma.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar