Hugmyndafræði hæfnieinkunna í skólum Gylfi Jón Gylfason skrifar 21. desember 2015 00:00 Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrirkomulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nemendur.Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunnskólum og lítið sem ekkert samræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveðið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileinkað sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnámskrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur.Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunnskólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í framhaldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfniviðmiða fyrir B án þess þó að uppfylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrirkomulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nemendur.Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunnskólum og lítið sem ekkert samræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveðið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileinkað sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnámskrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur.Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunnskólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í framhaldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfniviðmiða fyrir B án þess þó að uppfylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar