Vetrarsólstöður – Ljósið fæðist í myrkrinu Guðrún Darshan Arnalds skrifar 21. desember 2015 00:00 Á hverju ári þurfum við að mæta myrkrinu og á hverju ári fylgjumst við með því hvernig ljósið fæðist á ný um leið og sólin fer aftur að hækka á lofti. Vetrarsólstöður eru 21. desember og þá er lengsta nótt ársins. Orðið sólstöður vísar til þess að sólin stendur í stað. Hún hættir að lækka á lofti og fer síðan að hækka aftur, hægt og bítandi og ljósið sigrar myrkrið. Í Stonehenge var hægt að sjá sólstöðurnar á myndrænan hátt. Vetrarsólstöður eru kaldasti tími ársins. Í gegnum söguna hefur veturinn verið tími til að leggjast í híði, tími kyrrðar, depurðar, hungurs, svefns, myrkurs og kulda. Á vetrarsólstöðum fögnuðu mennirnir endurkomu sólarinnar sem lífgjafa. Og sem vonargjafa mitt í öllum kuldanum og myrkrinu. Í dag fögnum við fæðingu frelsarans og ljóssins í hjartanu. Í heiðni var hátíðin líka kölluð jól. Freyr var guð kærleika og frjósemi, guð árs og friðar. Óðinn átti sér mörg nöfn – þeirra á meðal jólafaðir og jólnir. Hann stendur fyrir visku og innri styrk. Hann var líka meistari hinna dauðu – drauganna. Á vetrarsólstöðum og jólum erum við að takast á við myrkrið og tendra ljósið innra með okkur. Til þess þurfum við að horfast í augu við skuggahliðarnar okkar og draugana í lífi okkar. Mér finnst þessi tími ytra myrkurs kalla mig inn á við. Ég hugleiði daglega flesta daga ársins en á þessum árstíma verður það enn auðveldara og það er „grynnra“ á kyrrðinni – þrátt fyrir allt sem þarf að komast í verk á þessum tíma. En líka einmitt vegna alls annríkisins í lífi mínu og í kringum mig þá finnst mér það alveg nauðsynlegt að hugleiða til að halda einbeitingu í verkefnunum og til að halda sjálfri mér í jafnvægi.Góður tími til að skoða árið Þetta er góður tími til að skoða árið sem er að líða, velta því upp hvað við eigum eftir óklárað – verkefni, samskipti, áramótaheit síðustu áramóta og til að undirbúa nýja árið. Tími til að ljúka því sem er hálfklárað. Þetta er líka tími til að njóta þess góða sem myrkrið færir okkur – kyrrð, friður og endurnýjun. Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna, kenna okkur að á þessum árstíma sé líkaminn að endurnýja sig og byggja sig upp. Góð næring er því mjög mikilvæg og hreyfing hjálpar líka til við að byggja upp heilbrigðan vef. Létt mataræði er best, en eins og við vitum þá er jólamáltíðin stundum dálítið þung í maga. Þá getur t.d. verið gott að nota krydd eins og engifer og fennel til að hjálpa meltingunni. Það er t.d. gott að skera þunna sneið af engifer fyrir matinn og setja á hana nokkra sítrónudropa og smá salt. Og tyggja svo vel. Fennelte eða að tyggja fennelfræ eftir matinn hjálpar líka meltingunni. Meltingarensím er hægt að fá í heilsubúðunum. Á þessum árstíma getum við byggt upp styrk, hreysti og lífsorku. En þetta er líka árstími þegar gott er að fara sér hægt, njóta þess að vera heima – og taka til og gera fallegt í kringum sig. Og tími til að taka til í huganum og tilfinningunum, að vinna úr tilfinningum og málum sem við höfum ekki gert upp og til að taka á móti vinum og fjölskyldu og njóta þess að gleðjast og vera saman. Þetta er góður tími til að dansa og eiga skemmtilegar stundir – og til þess að fara í jóga og hugleiða. Hugleiðsla hreinsar hugann og hjálpar okkur að vinna úr hlutum. Vetrarsólstöður og það að lifa með myrkrinu hefur haft áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar, sérstaklega í gegnum listir, bókmenntir, þjóðsögur og ævintýri og trúarbrögð – og hefur fengið fólk til að búa sér til helgisiði sem snerust um að fagna sigri ljóssins og lífsins yfir myrkrinu og kuldanum. Vetrarsólstöður, ljós og myrkur, kuldi og hiti, allsnægtir og skortur, líf og dauði. Ferðalagið þar á milli gengur hægt og krefst þolinmæði. Ferðalagið úr dái gleymskunnar yfir í allsnægtir. Meðvitundarleysi yfir í meðvitund, úr myrkri yfir í ljós – okkur er boðið að leita inn á við. Við leitum eftir ljósinu innra með okkur til að lifa af. Við sofum meira, leggjumst í híði, hægjum á okkur og bíðum. Shakespeare sagði: „Myrkrið á sínar góðu hliðar.“ Þegar skýin hörfa og stjörnurnar og norðurljósin lýsa upp himininn þá vaknar hugurinn og við finnum vakna innra með okkur þessa þrá eftir einhverju stærra og meira. Við finnum til smæðar okkar sem einstaklingar og skynjum víddirnar innra með okkur. Megum við öll finna það hugrekki og traust sem við þurfum til að takast á við myrkrið, tengja við ljósið innra með okkur og finna leiðina heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á hverju ári þurfum við að mæta myrkrinu og á hverju ári fylgjumst við með því hvernig ljósið fæðist á ný um leið og sólin fer aftur að hækka á lofti. Vetrarsólstöður eru 21. desember og þá er lengsta nótt ársins. Orðið sólstöður vísar til þess að sólin stendur í stað. Hún hættir að lækka á lofti og fer síðan að hækka aftur, hægt og bítandi og ljósið sigrar myrkrið. Í Stonehenge var hægt að sjá sólstöðurnar á myndrænan hátt. Vetrarsólstöður eru kaldasti tími ársins. Í gegnum söguna hefur veturinn verið tími til að leggjast í híði, tími kyrrðar, depurðar, hungurs, svefns, myrkurs og kulda. Á vetrarsólstöðum fögnuðu mennirnir endurkomu sólarinnar sem lífgjafa. Og sem vonargjafa mitt í öllum kuldanum og myrkrinu. Í dag fögnum við fæðingu frelsarans og ljóssins í hjartanu. Í heiðni var hátíðin líka kölluð jól. Freyr var guð kærleika og frjósemi, guð árs og friðar. Óðinn átti sér mörg nöfn – þeirra á meðal jólafaðir og jólnir. Hann stendur fyrir visku og innri styrk. Hann var líka meistari hinna dauðu – drauganna. Á vetrarsólstöðum og jólum erum við að takast á við myrkrið og tendra ljósið innra með okkur. Til þess þurfum við að horfast í augu við skuggahliðarnar okkar og draugana í lífi okkar. Mér finnst þessi tími ytra myrkurs kalla mig inn á við. Ég hugleiði daglega flesta daga ársins en á þessum árstíma verður það enn auðveldara og það er „grynnra“ á kyrrðinni – þrátt fyrir allt sem þarf að komast í verk á þessum tíma. En líka einmitt vegna alls annríkisins í lífi mínu og í kringum mig þá finnst mér það alveg nauðsynlegt að hugleiða til að halda einbeitingu í verkefnunum og til að halda sjálfri mér í jafnvægi.Góður tími til að skoða árið Þetta er góður tími til að skoða árið sem er að líða, velta því upp hvað við eigum eftir óklárað – verkefni, samskipti, áramótaheit síðustu áramóta og til að undirbúa nýja árið. Tími til að ljúka því sem er hálfklárað. Þetta er líka tími til að njóta þess góða sem myrkrið færir okkur – kyrrð, friður og endurnýjun. Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna, kenna okkur að á þessum árstíma sé líkaminn að endurnýja sig og byggja sig upp. Góð næring er því mjög mikilvæg og hreyfing hjálpar líka til við að byggja upp heilbrigðan vef. Létt mataræði er best, en eins og við vitum þá er jólamáltíðin stundum dálítið þung í maga. Þá getur t.d. verið gott að nota krydd eins og engifer og fennel til að hjálpa meltingunni. Það er t.d. gott að skera þunna sneið af engifer fyrir matinn og setja á hana nokkra sítrónudropa og smá salt. Og tyggja svo vel. Fennelte eða að tyggja fennelfræ eftir matinn hjálpar líka meltingunni. Meltingarensím er hægt að fá í heilsubúðunum. Á þessum árstíma getum við byggt upp styrk, hreysti og lífsorku. En þetta er líka árstími þegar gott er að fara sér hægt, njóta þess að vera heima – og taka til og gera fallegt í kringum sig. Og tími til að taka til í huganum og tilfinningunum, að vinna úr tilfinningum og málum sem við höfum ekki gert upp og til að taka á móti vinum og fjölskyldu og njóta þess að gleðjast og vera saman. Þetta er góður tími til að dansa og eiga skemmtilegar stundir – og til þess að fara í jóga og hugleiða. Hugleiðsla hreinsar hugann og hjálpar okkur að vinna úr hlutum. Vetrarsólstöður og það að lifa með myrkrinu hefur haft áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar, sérstaklega í gegnum listir, bókmenntir, þjóðsögur og ævintýri og trúarbrögð – og hefur fengið fólk til að búa sér til helgisiði sem snerust um að fagna sigri ljóssins og lífsins yfir myrkrinu og kuldanum. Vetrarsólstöður, ljós og myrkur, kuldi og hiti, allsnægtir og skortur, líf og dauði. Ferðalagið þar á milli gengur hægt og krefst þolinmæði. Ferðalagið úr dái gleymskunnar yfir í allsnægtir. Meðvitundarleysi yfir í meðvitund, úr myrkri yfir í ljós – okkur er boðið að leita inn á við. Við leitum eftir ljósinu innra með okkur til að lifa af. Við sofum meira, leggjumst í híði, hægjum á okkur og bíðum. Shakespeare sagði: „Myrkrið á sínar góðu hliðar.“ Þegar skýin hörfa og stjörnurnar og norðurljósin lýsa upp himininn þá vaknar hugurinn og við finnum vakna innra með okkur þessa þrá eftir einhverju stærra og meira. Við finnum til smæðar okkar sem einstaklingar og skynjum víddirnar innra með okkur. Megum við öll finna það hugrekki og traust sem við þurfum til að takast á við myrkrið, tengja við ljósið innra með okkur og finna leiðina heim.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar