Trúin og auðhyggjan Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Trúarbrögðin eru kjölfesta í menningu þjóða og móta siðrænt gildismat. Á Íslandi er það kristinn siður. Mikið hefur verið fjallað og ritað um kristna trú um aldirnar og meira en flest annað í andlegum efnum. Sömuleiðis hefur fátt verið misnotað meira af mönnum um aldir, en sama trú, og oft verið hafnað með látum. Þá er vandfundin þjóð á spjöldum sögunnar án trúarbragða. T.d. í Norður-Kóreu ríkir valdboðin trú þar sem leiðtoginn er tilbeðinn samkvæmt þrautskipulögðu kerfi. Því hef ég kynnst með heimsókn til landsins. Um aldir hafa birst stórar fyrirsagnir í orðastað nafntogaðra manna um víða jörð sem lýstu yfir, að trúin væri dauð af því að enginn Guð sé til. Og enn er það boðað og krafist hlýðni við það í þjóðlífinu, jafnvel með opinberu valdboði. Það einkennir þessar fyrirsagnir, að þeim vex helst fiskur um hrygg, þegar auðhyggjan herjar og sumt sýnist í vellystingum á yfirborðinu. Þá getur verið freistandi að afneita Guði. Og einmitt í slíku umhverfi getur kristin trú virst hallærisleg, Guð gamaldags og íhaldssamur, og kirkjan steinrunnin úr takti við sveiflu auðhyggjunnar. Það er mikill munur á því að glíma við mannlega efahyggju og láta sér fátt um Guð finnast, eða eiga sér þá hugsjón æðsta að berjast gegn kirkju og kristinni trú. Hvaða áhrif myndi það hafa á velfarnað okkar, ef afneitun á Guði yrði að heilagri viðmiðun í gildismati þjóðar?Glamúrinn í auðhyggjunni En það er fleira en trúin, sem glamúrinn í auðhyggjunni skekur. Fjölskyldan og innri friður hennar, fólkið sem minnst eða einskis má sín, félagsstarf sem byggir á mikilli alvöru og hvílir á sjálfboðnum störfum, virðing við manngildin og rækt við réttlætið. Og kannski ábyrgðin og þakklætið líka. Það hefur oft sannast, að erfitt getur reynst að lifa allsnægtir af eins og skortinn. Dýrkeypt reynsla okkar af efnahagshruni er til vitnis um það. Hagsældin er dýrmæt, en gerir miklar kröfur um að rækta virðingu við mannréttindi. Hugsjón kristinnar trúar er að blómga lífið á öllum sviðum, deila kjörum saman og virða lífsrétt allra manna; og flæðir um menningu og stjórnmál. Það er áskorun gegn auðhyggju sem elur á sérgæsku og dekrar við lýðskrumið. Einnig er talsvert áræði fólgið í því að spegla sig í orði Guðs sem kallar til réttlætis og kærleika. Myndin sem birtist þá af sjálfum mér gæti verið löskuð. Er það vont fyrir stundarhagsmuni, einfaldast að neita tilvist Guðs og boða tilbeiðslu á sjálfum sér? Það reyndu sumir leiðtogar heimsins og þóttust samt vera með ástina á vörum, en lyktaði oftast illa og stundum með skelfilegum afleiðingum. Það skiptir máli hvernig þjóð virðir trú sína og ræktar siðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Trúarbrögðin eru kjölfesta í menningu þjóða og móta siðrænt gildismat. Á Íslandi er það kristinn siður. Mikið hefur verið fjallað og ritað um kristna trú um aldirnar og meira en flest annað í andlegum efnum. Sömuleiðis hefur fátt verið misnotað meira af mönnum um aldir, en sama trú, og oft verið hafnað með látum. Þá er vandfundin þjóð á spjöldum sögunnar án trúarbragða. T.d. í Norður-Kóreu ríkir valdboðin trú þar sem leiðtoginn er tilbeðinn samkvæmt þrautskipulögðu kerfi. Því hef ég kynnst með heimsókn til landsins. Um aldir hafa birst stórar fyrirsagnir í orðastað nafntogaðra manna um víða jörð sem lýstu yfir, að trúin væri dauð af því að enginn Guð sé til. Og enn er það boðað og krafist hlýðni við það í þjóðlífinu, jafnvel með opinberu valdboði. Það einkennir þessar fyrirsagnir, að þeim vex helst fiskur um hrygg, þegar auðhyggjan herjar og sumt sýnist í vellystingum á yfirborðinu. Þá getur verið freistandi að afneita Guði. Og einmitt í slíku umhverfi getur kristin trú virst hallærisleg, Guð gamaldags og íhaldssamur, og kirkjan steinrunnin úr takti við sveiflu auðhyggjunnar. Það er mikill munur á því að glíma við mannlega efahyggju og láta sér fátt um Guð finnast, eða eiga sér þá hugsjón æðsta að berjast gegn kirkju og kristinni trú. Hvaða áhrif myndi það hafa á velfarnað okkar, ef afneitun á Guði yrði að heilagri viðmiðun í gildismati þjóðar?Glamúrinn í auðhyggjunni En það er fleira en trúin, sem glamúrinn í auðhyggjunni skekur. Fjölskyldan og innri friður hennar, fólkið sem minnst eða einskis má sín, félagsstarf sem byggir á mikilli alvöru og hvílir á sjálfboðnum störfum, virðing við manngildin og rækt við réttlætið. Og kannski ábyrgðin og þakklætið líka. Það hefur oft sannast, að erfitt getur reynst að lifa allsnægtir af eins og skortinn. Dýrkeypt reynsla okkar af efnahagshruni er til vitnis um það. Hagsældin er dýrmæt, en gerir miklar kröfur um að rækta virðingu við mannréttindi. Hugsjón kristinnar trúar er að blómga lífið á öllum sviðum, deila kjörum saman og virða lífsrétt allra manna; og flæðir um menningu og stjórnmál. Það er áskorun gegn auðhyggju sem elur á sérgæsku og dekrar við lýðskrumið. Einnig er talsvert áræði fólgið í því að spegla sig í orði Guðs sem kallar til réttlætis og kærleika. Myndin sem birtist þá af sjálfum mér gæti verið löskuð. Er það vont fyrir stundarhagsmuni, einfaldast að neita tilvist Guðs og boða tilbeiðslu á sjálfum sér? Það reyndu sumir leiðtogar heimsins og þóttust samt vera með ástina á vörum, en lyktaði oftast illa og stundum með skelfilegum afleiðingum. Það skiptir máli hvernig þjóð virðir trú sína og ræktar siðinn.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar