Varasöm þróun 13. nóvember 2015 21:30 Undanfarin vika hefur einkennst af beittri fjölmiðlaumfjöllun og almannaumræðu um verkferla lögreglu í kynferðisbrotamálum. Vakti þar einkum reiði almennings að tveir sakborningar í kynferðisbrotamálum, sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. Aðfaranótt þriðjudagsins 10. nóvember 2015 birti verjandi annars sakborninganna myndband á Facebook af brotavettvangi. Í yfirskrift myndbandsins kemur fram að hinir kærðu neiti alfarið sök og að gögn málsins og vitnisburðir styðji framburð þeirra. Jafnframt að verjandinn telji að umræða um málið og umfjöllun tiltekins fjölmiðils feli í sér „aftöku“ hinna kærðu. Að endingu kom fram að látið yrði reyna á ábyrgð þeirra sem að umræðunni komu. Með hliðsjón af þessu virðist tilgangur birtingar á myndbandinu meðal annars vera sá að stýra umræðu um hin meintu brot í þá átt sem hentar málstaðnum sem lögmaðurinn ver í þetta sinn. Vekur það einkum athygli mína í ljósi þess að sami lögmaður lýsti í nýlegum sjónvarpsþætti á RÚV vanþóknun sinni á að ákveðin öfl stýrðu umræðu um kynferðisbrot hér á landi. Samdægurs greindi lögmaðurinn frá því í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann hefði lagt fram kæru á hendur tveimur brotaþolum í fyrrgreindum kynferðisbrotamálum fyrir rangar sakargiftir. Að fá á sig kæru um brot sem varðað getur þunga refsingu verður seint talið léttvægt, en allt að 10 ára fangelsisrefsing liggur við því að leitast við því að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Þessi aðferðafræði lögmannsins er mínu mati röng og varasöm. Ástæður þess eru einkum tvíþættar. Í fyrsta lagi tel ég að fram komnar kærur um rangar sakargiftir séu í besta falli ótímabærar á þessu stigi málsins. Þannig geti þær haft áhrif á rannsókn og meðferð þeirra kynferðisbrotamála sem nú eru til rannsóknar. Jafnvel á þann hátt að brotaþolar veigri sér við að greina frá sannleikanum, hver svo sem hann er. Þær hljóti þar að auki að vera ótímabærar uns kynferðisbrotamálin sjálf eru endanlega leidd til lykta í réttarvörslukerfinu. Hvort heldur sem er með endanlegum dómi eða, eins og svo oft, með því að málin verði felld niður án ákæru. Í öðru lagi tel ég að kærurnar hafi óhjákvæmilega fælandi mátt í för með sér sé horft til framtíðar. Eitt virðist vera sammerkt frásögnum brotaþola í kynferðisbrotamálum og það er að það hafi reynst afar þungbært að stíga skref í þá átt að kæra nauðgun. Að mega búast við að fá réttarstöðu sakbornings fyrir að leggja fram kæru um nauðgun hlýtur að hafa enn frekari fælingarmátt en sú málsmeðferð kynferðisbrotamála sem við tekur í íslenska réttarvörslukerfinu og hefur sætt mikilli gagnrýni. Í liðinni viku var þeirri hugsun varpað fram í fjölmiðlum að allir sakborningar ættu rétt á öflugri málsvörn. Hvort sem það var í þeim tilgangi að réttlæta umrædd vinnubrögð lögmannsins eða í öðrum tilgangi. Ég er því sammála að allir sem bornir eru sökum eigi rétt á bestu mögulegu vörn sem í boði er hverju sinni. Ég er hins vegar ósammála því að slíkar sakargiftir á hendur brotaþolum og hér ræðir um verði talinn liður í öflugri málsvörn eða góðum lögmannsháttum ef út í það er farið. Mér virðist sem svo að umræddar kærur um rangar sakargiftir sé liður í tilraun til að afvegaleiða rannsókn málsins og draga úr þrótti brotaþola. Með það í huga bendi ég á að siðareglur lögmanna kveða á um að lögmaður skuli gæta hagsmuna síns skjólstæðings, en jafnframt að lögmanni beri að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir hlutaðeigandi. Lögmönnum er vissulega heimilt að svara fyrir málstað sinna skjólstæðinga í fjölmiðlum en með fram komnum kærum um rangar sakargiftir tel ég að gengið sé of langt. Mín skoðun er sú að lögmenn verði að geta ráðlagt skjólstæðingum sínum heilt og varast að leggjast niður á það plan sem hér hefur verið gert. Maður sparkar nefnilega ekki í liggjandi mann.Höfundur er lögmaður en tekið skal fram að hann gætir ekki hagsmuna þeirra aðila sem að málinu koma, hvorki sakborninga né brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Undanfarin vika hefur einkennst af beittri fjölmiðlaumfjöllun og almannaumræðu um verkferla lögreglu í kynferðisbrotamálum. Vakti þar einkum reiði almennings að tveir sakborningar í kynferðisbrotamálum, sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald með vísan til almannahagsmuna. Aðfaranótt þriðjudagsins 10. nóvember 2015 birti verjandi annars sakborninganna myndband á Facebook af brotavettvangi. Í yfirskrift myndbandsins kemur fram að hinir kærðu neiti alfarið sök og að gögn málsins og vitnisburðir styðji framburð þeirra. Jafnframt að verjandinn telji að umræða um málið og umfjöllun tiltekins fjölmiðils feli í sér „aftöku“ hinna kærðu. Að endingu kom fram að látið yrði reyna á ábyrgð þeirra sem að umræðunni komu. Með hliðsjón af þessu virðist tilgangur birtingar á myndbandinu meðal annars vera sá að stýra umræðu um hin meintu brot í þá átt sem hentar málstaðnum sem lögmaðurinn ver í þetta sinn. Vekur það einkum athygli mína í ljósi þess að sami lögmaður lýsti í nýlegum sjónvarpsþætti á RÚV vanþóknun sinni á að ákveðin öfl stýrðu umræðu um kynferðisbrot hér á landi. Samdægurs greindi lögmaðurinn frá því í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann hefði lagt fram kæru á hendur tveimur brotaþolum í fyrrgreindum kynferðisbrotamálum fyrir rangar sakargiftir. Að fá á sig kæru um brot sem varðað getur þunga refsingu verður seint talið léttvægt, en allt að 10 ára fangelsisrefsing liggur við því að leitast við því að koma því til leiðar að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Þessi aðferðafræði lögmannsins er mínu mati röng og varasöm. Ástæður þess eru einkum tvíþættar. Í fyrsta lagi tel ég að fram komnar kærur um rangar sakargiftir séu í besta falli ótímabærar á þessu stigi málsins. Þannig geti þær haft áhrif á rannsókn og meðferð þeirra kynferðisbrotamála sem nú eru til rannsóknar. Jafnvel á þann hátt að brotaþolar veigri sér við að greina frá sannleikanum, hver svo sem hann er. Þær hljóti þar að auki að vera ótímabærar uns kynferðisbrotamálin sjálf eru endanlega leidd til lykta í réttarvörslukerfinu. Hvort heldur sem er með endanlegum dómi eða, eins og svo oft, með því að málin verði felld niður án ákæru. Í öðru lagi tel ég að kærurnar hafi óhjákvæmilega fælandi mátt í för með sér sé horft til framtíðar. Eitt virðist vera sammerkt frásögnum brotaþola í kynferðisbrotamálum og það er að það hafi reynst afar þungbært að stíga skref í þá átt að kæra nauðgun. Að mega búast við að fá réttarstöðu sakbornings fyrir að leggja fram kæru um nauðgun hlýtur að hafa enn frekari fælingarmátt en sú málsmeðferð kynferðisbrotamála sem við tekur í íslenska réttarvörslukerfinu og hefur sætt mikilli gagnrýni. Í liðinni viku var þeirri hugsun varpað fram í fjölmiðlum að allir sakborningar ættu rétt á öflugri málsvörn. Hvort sem það var í þeim tilgangi að réttlæta umrædd vinnubrögð lögmannsins eða í öðrum tilgangi. Ég er því sammála að allir sem bornir eru sökum eigi rétt á bestu mögulegu vörn sem í boði er hverju sinni. Ég er hins vegar ósammála því að slíkar sakargiftir á hendur brotaþolum og hér ræðir um verði talinn liður í öflugri málsvörn eða góðum lögmannsháttum ef út í það er farið. Mér virðist sem svo að umræddar kærur um rangar sakargiftir sé liður í tilraun til að afvegaleiða rannsókn málsins og draga úr þrótti brotaþola. Með það í huga bendi ég á að siðareglur lögmanna kveða á um að lögmaður skuli gæta hagsmuna síns skjólstæðings, en jafnframt að lögmanni beri að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir hlutaðeigandi. Lögmönnum er vissulega heimilt að svara fyrir málstað sinna skjólstæðinga í fjölmiðlum en með fram komnum kærum um rangar sakargiftir tel ég að gengið sé of langt. Mín skoðun er sú að lögmenn verði að geta ráðlagt skjólstæðingum sínum heilt og varast að leggjast niður á það plan sem hér hefur verið gert. Maður sparkar nefnilega ekki í liggjandi mann.Höfundur er lögmaður en tekið skal fram að hann gætir ekki hagsmuna þeirra aðila sem að málinu koma, hvorki sakborninga né brotaþola.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar