Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir strax á fjórðu mínútu í vináttulandsleiknum gegn Póllandi ytra í kvöld.
Markið skoraði hann úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir að brotið var á Kolbeini Sigþórssyni. Skot Gylfa var einkar glæsilegt eins og sjá má á vef Rúv.
Kolbeinn Sigþórsson virtist hafa meiðst þegar brotið var á honum og fór hann af velli stuttu síðar.
Bein textalýsing er frá leiknum í fréttinni hér fyrir neðan.

