Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2015 09:20 Rúnar Geir Guðjónsson stóði í ströngu að sitja fyrir á myndum í morgunsárið. Vísir/GVA Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. Þegar fréttamann Vísis bar að garði voru þrír í röð. „Ég var mættur hérna rétt fyrir sjö í morgun. Bara rétt áður en verslunarmiðstöðin opnaði, þannig við þurftum ekki að bíða úti í kuldanum,“ segir Rúnar Geir Guðjónsson, kleinuhringjaaðdáandi sem var fremstur í röðinni. Fjölmenni var þegar fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn opnaði við Laugaveg og fengu færri gjafabréf en vildu. Rúnar Geir komst ekki þá og ætlaði því ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.Komst ekki síðast? „Nei ég var að vinna þá, sá eftir því að hafa ekki komist. Annars hefði ég mætt, þannig að ég gat ekki sleppt þessu,“ segir hann. „Ég er mikill aðdáandi og hefði ekkert á móti því að fá kassa af kleinuhringjum í heilt ár.“ En ætlarðu að gúffa sex hringjum í þig á föstudögum næsta árið? „Ætli þetta verði ekki tveir fyrir mig og svo fyrir restina af fjölskyldunni.“ „Ég bjóst við miklu fleirum. Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ segir Rúnar Geir, frekar sáttur með að vera fyrstur, af þremur, í röðinni. Fljótlega upp úr níu lengdist þó röðin og voru sex í röðinni þegar þetta er skrifað klukkan 9:20. Staðurinn var opnaður klukkan 10. Tengdar fréttir Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. Þegar fréttamann Vísis bar að garði voru þrír í röð. „Ég var mættur hérna rétt fyrir sjö í morgun. Bara rétt áður en verslunarmiðstöðin opnaði, þannig við þurftum ekki að bíða úti í kuldanum,“ segir Rúnar Geir Guðjónsson, kleinuhringjaaðdáandi sem var fremstur í röðinni. Fjölmenni var þegar fyrsti Dunkin' Donuts staðurinn opnaði við Laugaveg og fengu færri gjafabréf en vildu. Rúnar Geir komst ekki þá og ætlaði því ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.Komst ekki síðast? „Nei ég var að vinna þá, sá eftir því að hafa ekki komist. Annars hefði ég mætt, þannig að ég gat ekki sleppt þessu,“ segir hann. „Ég er mikill aðdáandi og hefði ekkert á móti því að fá kassa af kleinuhringjum í heilt ár.“ En ætlarðu að gúffa sex hringjum í þig á föstudögum næsta árið? „Ætli þetta verði ekki tveir fyrir mig og svo fyrir restina af fjölskyldunni.“ „Ég bjóst við miklu fleirum. Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta,“ segir Rúnar Geir, frekar sáttur með að vera fyrstur, af þremur, í röðinni. Fljótlega upp úr níu lengdist þó röðin og voru sex í röðinni þegar þetta er skrifað klukkan 9:20. Staðurinn var opnaður klukkan 10.
Tengdar fréttir Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55 Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni Stefnt er að því að opna 16 Dunkin' Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum. 31. ágúst 2015 07:55
Ferðamenn um Dunkin´ Donuts: „Af hverju er svona löng röð?“ Vísir spurði ferðamenn hvað þeim finnst um opnun bandaríska kleinuhringjastaðarins á Laugavegi. 7. ágúst 2015 16:00
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13