Erlent

Yfirbuguðu nemanda með rafbyssu og kylfu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þremur lögreglumönnum hefur verið vikið tímabundið úr starfi eftir að myndbönd af átökum lögregluþjóna við háskólanemendur í Bandaríkjunum fóru víða um internetið. Á myndböndum má sjá hvernig einn nemendanna er yfirbugaður með rafbyssu og barinn með kylfu á heimavist Háskóla Alabama. Lögregluþjónar fóru í útkallið vegna hávaðakvörtunar.

Atvikið átti sér stað um helgina, en nokkur myndbönd af því hafa birst á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa fengið mikla dreifingu.

Ekki liggur fyrir hvers vegna átökin hófust, en svo virðist sem að einn lögregluþjónanna hafi deilt við íbúa um hvort hann hefði heimild til að koma inn í íbúðina. Þær deilur enda með því að þrír nemendur voru handteknir.

Samkvæmt Washington Post hefur lögreglan sett af stað rannsókn vegna málsins.

Lengra myndband af samskiptum þeirra má sjá hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×