Erlent

Jórdanskur lögreglumaður skaut á hóp leiðbeinenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Abdullah II, konungur Jórdaníu, heimsótti þá sem særðust.
Abdullah II, konungur Jórdaníu, heimsótti þá sem særðust. Vísir/EPA
Lögreglumaður í Jórdaníu hóf í dag skothríð á erlenda leiðbeinendur í lögregluþjálfun nærri Amman, höfuðborg landsins. Í þjálfunarbúðunum, sem að mestu eru fjármagnaðar af Bandaríkjunum, eru lögreglumenn frá Palestínu og Írak þjálfaðir. Árásarmaðurinn, sem var frá Jórdaníu, var skotinn til bana af öðrum lögreglumönnum en minnst fimm létu lífið.

Meðal þeirra sem létu lífið voru tveir menn frá Bandaríkjunum og einn frá Suður-Afríku. Árásarmaðurinn var einnig leiðbeinandi sem hafði nýverið verið rekinn úr starfi sínu. Ekki er ljóst hvort að það sé ástæða árásarinnar.



Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir árásina alvarlega. Konungur Jórdaníu er mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna og ríkið tekur þátt á loftárásunum gegn Íslamska ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×