Lífið

Akademían ver ákvörðun um að sleppa því að minnast Rivers

Atli Ísleifsson skrifar
Joan Rivers lést í september síðastliðinn.
Joan Rivers lést í september síðastliðinn. Vísir/AFP
Akademían hefur varið ákvörðun sína að sleppa því að minnast bandaríska grínistans Joan Rivers á Óskarsverðlaunahátíð næturinnar.

Í svari við fyrirspurn Hollywood Reporter segir að ekki hafi reynst unnt að koma Rivers fyrir í minningarinnslagi hátíðarinnar en að hennar sé minnst á heimasíðu Akademíunnar.

„Joan Rivers er á meðal fjölmargra listamanna og kvikmyndagerðarmanna sem okkur reyndist ekki unnt að koma fyrir í In Memorian innslagi Óskarsverðlaunahátíðar ársins. Hennar er hins vegar minnst í In Memoriam galleríi okkar á heimasíðunni Oscar.com,“ segir í svarinu.

Þrátt fyrir að Rivers sé einna helst minnst fyrir vinnu sína í sjónvarpi, þar á meðal Fashion Police þáttanna fyrir sjónvarpsstöðina E!, þá lék hún einnig í fjölda kvikmynda.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×