Erlent

Borgarstjóri Jerúsalem yfirbugaði árásarmann - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Nir Barkat er hér fyrir miðju.
Nir Barkat er hér fyrir miðju. Vísir/EPA
Nir Barkat, borgarstjóri Jerúsalem yfirbugaði árásarmann ásamt lífverði sínum nærri ráðhúsinu í Jerúsalem í gær. Maðurinn, sem er frá Palestínu, var nýbúinn að stinga rétttrúnaðar gyðing á fjölfarni götu. Myndband náðist af atvikinu.

Lífvörður borgarstjórans miðaði byssu á árásarmanninn, sem kastaði frá sér hnífnum. Þá skutlaði borgarstjórinn sér á hann og dró hann niður í jörðina.

Í myndbandi Guardian, segir bæjarstjórinn að sá sem hafi orðið fyrir hnífstungunni hafi ekki særst alvarlega að og honum hafi verið veitt skyndihjálp á staðnum.

Barkat varð vitni að árásinni þar sem hann var að keyra en hann og lífvörður hans hlupu úr bílnum. Árásarmaðurinn er 18 ára gamall en sá sem var stunginn 27. Hann var stunginn í magann og fluttur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×