Erlent

Úkraínuher getur ekki dregið þungavopn til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Skrifað var undir vopnahléssamninginn í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk þann 12. febrúar.
Skrifað var undir vopnahléssamninginn í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk þann 12. febrúar. Vísir/AFP
Talsmaður úkraínska stjórnarhersins segir að herinn geti ekki dregið þungavopn sín til baka frá víglínunni líkt og vopnahléssamningurinn kveður á um, fyrr en aðskilnaðarsinnar hætti árásum sínum.

Talsmaðurinn Anatoliy Stelmakh segir aðskilnaðarsinna enn skjóta að hersveitum stjórnarhersins.

Í frétt BBC kemur fram að ekki sé búist við að aðskilnaðarsinnar dragi vopn sín til baka fyrr en á þriðjudag.

Samkvæmt vopnahléssamningnum skulu deiluaðilar draga stórskotalið og skriðdreka sína til baka innan tveggja vikna frá samþykkt samningsins.

Skrifað var undir vopnahléssamninginn í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk þann 12. febrúar.

Áætlað er að um 5.700 manns hafi látist og 1,5 milljónir neyðst til að flýja heimili sín frá því að átök brutust út í Donetsk og Luhansk í apríl síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×