Lífið

Snýr aftur í haust

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Unnur Ösp leikur í Dúkkuheimilinu.
Unnur Ösp leikur í Dúkkuheimilinu. Vísir/Ernir
Dúkkuheimilið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu frá því að sýningar hófust í enda desember.

Uppselt var á lokasýninguna sem fram fór í gærkvöldi og biðlistar í miðasölu. Þeir sem eiga eftir að sjá sýninguna þurfa þó ekki að örvænta því Dúkkuheimilið verður tekið aftur til sýninga í september. Unnur Ösp Stefánsdóttir greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni og miðar eru nú þegar komnir í sölu hjá Borgarleikhúsinu.

Dúkkuheimilið er skrifað af Henrik Ibsen árið 1879 og leikstýrt af Hörpu Arnardóttur og leikið af Unni Ösp Stefánsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Hilmi Snær Guðnasyni, Vali Frey Einarssyni og Þorsteini Bachmann sem hlaut Eddu-verðlaunin sem leikari ársins á laugardagskvöldið fyrir hlutverk sitt í Vonarstræti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×