Segir Bandaríkin eiga betra skilið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2015 21:10 Bush benti á marga vankanta bandaríska stjórnkerfisins í ræðu sinni í dag. Vísir/EPA Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Jeb Bush tilkynnti í dag um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna, lofaði kjósendum sínum að bæta vinnubrögð bandaríska þingsins svo að efnahagur landsins gæti aftur tekið við sér og lýsti því yfir að „Bandaríkin ættu betra skilið.“ Hinn 62 ára gamli Bush tilkynnti um framboð sitt í Miami Dade háskólanum í Flórída en hann var ríkisstjóri fylkisins um átta ára skeið. Störf hans sem ríkisstjóri einkenndust af einkavæðingu, er fram kemur í frétt New York Times um tikynninguna, og sagði Bush að hann hefði fulla trú á því að hægt væri að bjarga Bandaríkjunum úr þeirri stöðu sem þau eru í nú. „Ég veit að við getum lagað þetta því ég hef gert það,“ sagði Bush á fundinum í Miami Dade í dag og hafa stjórnmálaskýrendur vestanhafs túlkað orð hans sem svo að hann boði einkavæðingu á landsvísu – nái hann kjöri. Í ræðu sinni sagði Jeb Bush að hann myndi gera hvað hann gæti til að draga úr þeirri miklu skriffinnsku sem hann sagði vera að sliga Bandaríkin. Þá varði hann töluverðum hluta ræðu sinnar í að útlista þann árangur sem hann náði sem ríkisstjóri Flórída, sérstaklega í menntamálum. „Eftir að við tókum skólakerfið í gegn hér í Flórída hækkuði einkunnir barna fátækra foreldra meira en í nokkru öðru fylki,“ sagði Bush meðal annars. Í ræðu sinni sló Bush einnig um sig með spænskukunnáttu sinni en Repúblikanaflokkurinn hefur lengi átt erfitt með að höfða til þeirra Bandaríkjamanna sem eru af Suður og Mið-amerísku bergi brotnir. Liðlega 27 ár eru síðan að faðir hans, George W. H. Bush var kjörinn forseti Bandaríkjanna er hann bar sigurorð af frambjóðenda demókrataflokksins, Michael Dukakis, árið 1988 og 15 ár síðan að bróðir hans gerði slíkt hið sama gegn Al Gore árið 2000. Hljóti Jeb Bush útnefningu repúblikanaflokksins geti þá farið svo að Clinton og Bush-fjölskyldurnar mætist öðru sinni í slagnum um forsetaembættið. Það gerðist síðast þegar George H. W. Bush og Bill Clinton, eiginmaður Hillary sem nú sækist eftir útnefningu demókrataflokksins, háðu marga hildina árið 1992.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira