Erlent

Patricia nær landi í Mexíkó

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér má sjá Patriciu nálgast strandlengju Mexíkó.
Hér má sjá Patriciu nálgast strandlengju Mexíkó. Vísir/EPA
Fellibylurinn Patricia hefur náð landi við Jalisco-ríki í vestur Mexíkó. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins hefur þetta eftir veðurfræðingum á vef sínum en fellibylurinn er sá skæðasti síðan fellibylurinn Haiyan skall á Filippseyjum árið 2013. Rúmlega sex þúsund manns létu lífið og var eyðileggingin gífurleg.

Yfirvöld í Mexíkó hafa nú þegar rýmt stór svæði og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín á vesturströnd lands.

Hefur neyðarástandi verið lýst yfir í þremur ríkjum sem munu finna hvað mest fyrir Patriciu. Hún er sett í styrkleikaflokk númer fimm og er talið að vindhraðinn muni ná 305 kílómetrum á klukkustund. Er fellibylurinn sá stærsti sem hefur mælst í norðausturhluta Kyrrahafsins og Atlantshafinu samkvæmt Alþjóða veðurstofunni WMO.

Óttast er að fellibylurinn muni valda flóðum og jarðskriðum auk þess að vindarnir eru sagðir vera nógu sterkir til að koma flugvél á loft og halda henni í lofti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×