Báðar þessar bækur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlaunanna og má vera að gullmiðinn sem er til marks um það, hafi liðkað til fyrir sölunni.
Nú eru línur teknar að skýrast heldur betur, fyrsta helgin í desember að baki. Gamalkunnir hundar eru á topplistanum, glæpasagnakonungshjónin, Óttar Sveinsson með Útkallsbók sína og svo þeir barnabókahöfundar; Gunnar Helgason, Vilhelm Anton og Ævar Þór, sem þekkja það vel að vegna vel þegar bóksalan er annars vegar. Ávallt er að finna matreiðslubækur ofarlega á sölulistum og nú er það Sigrún Þorsteinsdóttir sem tekur sér þá stöðu.
Þá er vert að vekja á því athygli að þessa vikuna er Yrsa að hafa Arnald undir í bóksölu en Arnaldur er fastur fyrir og trónir efstur og öruggur á toppi hins Uppsafnaða lista sem er er talning frá upphafi árs.
Sé litið til topplistans sérstaklega þá er ljóst að Forlagið má vel við una. Yrsa reyndar gerir sitt til að ógna veldi Forlagsins, er fulltrúi Veraldar á lista, Óttar einnig en útgáfa hans sjálfs stendur að baki bókar hans og Bjartur með Leynigarð Basford. Annars á Forlagið listann og má bókaútgáfan sú vel við una.
Topplistinn – söluhæstu bækurnar vikuna 30. nóvember til 6. desember
- Sogið – Yrsa Sigurðardóttir – Veröld
- Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka Helgafell
- Mamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menning
- Þín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediksson – Forlagið, Mál og menning
- Útkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – Útkall
- Stríðsárin 1938-1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPV
- Stóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menning
- Café Sigrún – Sigrún Þorsteinsdóttir – Forlagið, Vaka Helgafell
- Leynigarður – Johanna Basford – Bjartur
- Vísindabók Villa : geimurinn og geimferðir – Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason – Forlagið, JPV
Íslensk skáldverk
- Sogið – Yrsa Sigurðardóttir – Veröld
- Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka Helgafell
- Stóri skjálfti – Auður Jónsdóttir – Forlagið, Mál og menning
- Eitthvað á stærð við alheiminn – Jón Kalman Stefánsson - Bjartur
- Endurkoman – Ólafur Jóhann Ólafsson – Veröld
- Nautið – Stefán Máni – Sögur útgáfa
- Hundadagar – Einar Már Guðmundsson – Forlagið, Mál og menning
- Og svo tjöllum við okkur í rallið – Guðmundur Andri Thorsson – Forlagið, JPV
- Útlaginn – Jón Gnarr – Forlagið, Mál og menning
- Sjóveikur í München – Hallgrímur Helgason – Forlagið, JPV
Ævisögur
- Brynhildur Georgía Björnsson – Ragnhildur Thorlacius – Bjartur
- Týnd í Paradís – Mikael Torfason – Sögur útgáfa
- Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson – Ólafur Þór Jóelsson og Viðar Brink – Sena
- Munaðarleysinginn – Sigmundur Ernir Rúnarsson og Matthías Bergsson – Veröld
- Þá hló Skúli – Óskar Guðmundsson – Forlagið, JPV
- Egils sögur – á meðan ég man – Páll Valsson og Egill Ólafsson – Forlagið, JPV
- Steven Gerrard – árin hjá Liverpool – Sigfús Guttormsson – Bókaútgáfan Hólar
- Þetta var nú bara svona – Jóhann Guðni Reynisson – Bókaútgáfan Hólar
- Nína S. – Hrafnhildur Schram – Crymogea
- Eftirlýstur – Bill Browder – Almenna Bókafélagið
Fræði og almennt efni
- Útkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – Útkall
- Stríðsárin 1938-1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPV
- Gleðilegt uppeldi – Margrét Pála Ólafsdóttir – Bókafélagið
- Kafbátur í sjónmáli – Háski í hafi – Illugi Jökulsson – Sögur útgáfa
- Traktorar í máli og myndum – Jemima Dunne – Forlagið, JPV
- Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra – Friðþór Eydal – Bókaútgáfan Hólar
- Áfram Ísland – Björn Bragi Arnarsson – Fullt tungl
- Hrekkjalómafélagið – Ásmundur Friðriksson – Bókaútgáfan Hólar
- Öll mín bestu ár – Stefán Halldórsson – Stefán Halldórsson
- Hundrað leiðir fyrir hund til að þjálfa manneskjuna sína – Simon Whaley – Bókaútgáfan Hólar
Barnabækur -- skáldverk
- Mamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menning
- Þín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menning
- Skósveinarnir, leitið og finnið – Bókaútgáfan Hólar
- Jólasyrpa 2015 – Walt Disney – Edda útgáfa
- Amma óþekka og tröllin í fjöllunum – J.K. Kolsöe – Bókabeitan
- Prinsessusögur – Setberg
- Dúkka – Gerður Kristný – Forlagið, Mál og menning
- Kvöldsögur fyrir krakka – Setberg
- Ég elska máva – Þorgrímur Þráinsson – Forlagið, Mál og menning
- Kafteinn Ofurbrók og endurkoma.. – Dav Pilkey – Forlagið, JPV
Ljóð
- Öskraðu gat á myrkrið – Bubbi Morthens – Forlagið, Mál og menning
- Frelsi – Linda Vilhjálmsdóttir – Forlagið, Mál og menning
- Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna – Silja Aðalsteinsdóttir ritst. – Forlagið
- Jólaljóð – Gylfi Gröndal valdi – Forlagið
- Ljóðaúrval – Gyrðir Elíasson – Dimma
- Hugmyndir : andvirði hundrað milljónir – Halldór Halldórsson – Bjartur
- Góðir farþegar – Sindri Freysson – Sögur útgáfa
- Leir – Ýmsir – Óðinsauga
- Tilfinningarök – Þórdís Gísladóttir – Bjartur
- Um jólin – Þórarinn Hannesson – Kómedíuleikhúsið
Uppsafnaður listi - mest seldu bækurnar frá 1. janúar 2015
- Þýska húsið – Arnaldur Indriðason – Forlagið, Vaka Helgafell
- Leynigarður – Johanna Basford – Bjartur
- Sogið – Yrsa Sigurðardóttir – Veröld
- Himneskt að njóta – Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir – Himneskt
- Mamma klikk! – Gunnar Helgason – Forlagið, Mál og menning
- Þín eigin goðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Forlagið, Mál og menning
- Útkall í hamfarasjó – Óttar Sveinsson – Útkall
- Stríðsárin 1938 – 1945 – Páll Baldvin Baldvinsson – Forlagið, JPV
- Afturgangan – Jo Nesbø – Forlagið, JPV
- Stúlkan í trénu – Jussi Adler Olsen – Forlagið, Vaka Helgafell
Fleiri lista en þessa getur að líta hér, á síðu Félags íslenskra bókaútgefenda.