Erlent

Forseti Jemen vill vopnahlé í landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Abd Rabbu Mansour Hadi hefst nú að í hafnarborginni Aden þar sem uppreisnarmenn Húta ráða yfir höfuðborginni Sana.
Abd Rabbu Mansour Hadi hefst nú að í hafnarborginni Aden þar sem uppreisnarmenn Húta ráða yfir höfuðborginni Sana. Vísir/AFP
Abd Rabbu Mansour Hadi, forseti Jemen, hefur beðið bandalagsríkin, sem undir stjórn Sáda styðja við bakið á stjórnarher Jemens, að leggja niður vopn í  vikutíma frá 15. desember næstkomandi.

Þetta kemur fram í bréfi frá forsetanum til Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og fulltrúa öryggisráðsins. Vopnahléi verður komið á á sama tíma og friðarviðræður milli deiluaðila hefjast í Genf í Sviss.

Í bréfinu kemur fram að vopnahléð verði sjálfkrafa framlengt, ef Hútar, uppreisnarmenn sjíta sem ráða yfir stórum landsvæðum í Jemen og höfuðborginni Sana, virða vopnahléð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×