Erlent

Hörð átök í aðdraganda friðarviðræðna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hart er nú barist í austurhluta Úkraínu en á morgun er stefnt að því að semja um frið á svæðinu.
Hart er nú barist í austurhluta Úkraínu en á morgun er stefnt að því að semja um frið á svæðinu. Vísir/EPA
Hart er nú barist í austurhluta Úkraínu en á morgun er stefnt að því að semja um frið á svæðinu á fundi þjóðarleiðtoga Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands í Minsk í Hvíta-Rússlandi.  

Aðskilnaðarsinnar hafa í dag gert eldflaugaárásir á herstöðvar úkraínska hersins og íbúðarsvæði í Kramatorsk, að sögn stjórnvalda í Úkraínu. Að minnsta kosti fimm létust og sextán særðust í árásunum en aðskilnaðarsinnar neita að standa fyrir þeim, að því er fram kemur í frétt BBC.

Þá hafa Azov-sveitirnar, sem skipaðar eru sjálfboðaliðum og berjast við hlið Úkraínuhers, hafið sókn gegn aðskilnaðarsinnum í Maríupól.

Rússlandsstjórn hefur hafnað ásökunum um að hafa sent mannafla og vopn til aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og hefur Pútín, Rússlandsforseti, kennt Vesturlöndum um ástandið í landinu.

Hann íhugar nú nýja friðaráætlun sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, Frakklandsforseti, kynntu fyrir honum í liðinni viku og rædd verður á morgun.


Tengdar fréttir

Hart barist síðustu daga

Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu sögðust í gær vera búnir að ná flugvellinum í Donetsk aftur á sitt vald.

Obama íhugar að útvega Úkraínuher vopn

Bandaríkjaforseti segir Rússlandsstjórn ekki hafa staðið við neinar skuldbindingar sem samið var um í friðarsáttmálanum frá í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×