Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október.
Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.
Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðir
Í bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða.
Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum.
Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.

Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins.
Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna.
Nálgast má bréfin hér fyrir neðan.