Handbók fyrir þolendur nauðgana Þórdís Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:00 Vegna nýfallinna dóma í kynferðisafbrotamálum finnst mér tilefni til að ræða þá hugmynd að gefin verði út handbók fyrir þolendur nauðgana, nokkurs konar sjálfshjálparbók. Í máli sem mikið var fjallað um í síðustu viku um hópnauðgun í Breiðholti var tekið fram í dómi héraðsdóms að brotaþoli hafi ekki verið í sjáanlegu uppnámi þegar hún gekk út úr íbúðinni þar sem atburðurinn átti sér stað. Ákærðu voru sýknaðir. Í dómi héraðsdóms Vestfjarða var manni gefið að sök að hafa nauðgað 14 ára þroskaskertri stúlku og var niðurstaðan meðal annars byggð á því að ósannað hafi verið að hann hafi vitað að hún væri 14 ára. Hann vissi hins vegar fæðingarár hennar og tekið var fram að ákærði hafi breytt framburði sínum varðandi þetta og að sá framburður væri ótrúverðugur. Ákærði var sýknaður. Í dómi héraðsdóms Vesturlands fundust lífsýni ákærða á brotaþola og sálfræðingur bar einnig vitni um einkenni áfallastreituröskunar hjá henni. Hins vegar var litið til þess að engir líkamlegir áverkar voru á henni. Einnig tók dómurinn fram að hún hafi látið líða einn og hálfan sólarhring þar til hún sagði vinum og fjölskyldu frá atburðinum. Þar að auki hafi hún ekki verið í sjáanlegu uppnámi að sögn vitna. Jafnframt var rakið að hún hafi verið í góðum samskiptum við ákærða í langan tíma fyrir kvöldið örlagaríka og að ákærði hafi verið viss um að hún væri kynferðislega spennt fyrir honum. Ákærði var sýknaður.Þessir dómar eru einungis brotabrot af þeim kynferðisbrotadómum þar sem sömu sjónarmið eru lögð til grundvallar. Eftir að hafa kynnt mér þessa dóma þá gætu fyrstu drög handbókarinnar verið á þessa leið:1. Betra er að nauðgari tuski mann svolítið til, svo af hljótist sjáanlegir áverkar. Mikið virðist vera litið til þess konar áverka.2. Muna skal að hringja beint í alla vini og vandamenn eftir að nauðgun á sér stað og segja frá atburðinum. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að maður hafi ekki sagt frá. Það er jafnvel tilefni til að skrifa færslu á Facebook um atvikið svo það nái til sem flestra.3. Gott er að vera í mikilli geðshræringu eftir atburðinn, svo sjáanlegt sé. Lagt er til að baða út höndum og hlaupa um grátandi. Þannig er líklegra að tekið verði mark á manni.4. Varast skal að eiga vini eða kunningja af hinu kyninu. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að samskiptin við nauðgarann hafi verið góð fyrir nauðgunina. Svo skaltu ekki voga þér að eiga samskipti við nauðgara þinn á samfélagsmiðlum eftir atvikið, ekki svo mikið sem eitt like.5. Ef þú ert yngri en 15 ára þegar nauðgun á sér stað er gott að sýna nauðgara skilríki svo ekki sé hægt að byggja sýknudóm á gáleysi hans um aldur þinn. Með enn frekari rannsóknarvinnu væri hægt að gera bókina enn ítarlegri.Því miður er of seint að þessi bók verði með í jólabókaflóðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Vegna nýfallinna dóma í kynferðisafbrotamálum finnst mér tilefni til að ræða þá hugmynd að gefin verði út handbók fyrir þolendur nauðgana, nokkurs konar sjálfshjálparbók. Í máli sem mikið var fjallað um í síðustu viku um hópnauðgun í Breiðholti var tekið fram í dómi héraðsdóms að brotaþoli hafi ekki verið í sjáanlegu uppnámi þegar hún gekk út úr íbúðinni þar sem atburðurinn átti sér stað. Ákærðu voru sýknaðir. Í dómi héraðsdóms Vestfjarða var manni gefið að sök að hafa nauðgað 14 ára þroskaskertri stúlku og var niðurstaðan meðal annars byggð á því að ósannað hafi verið að hann hafi vitað að hún væri 14 ára. Hann vissi hins vegar fæðingarár hennar og tekið var fram að ákærði hafi breytt framburði sínum varðandi þetta og að sá framburður væri ótrúverðugur. Ákærði var sýknaður. Í dómi héraðsdóms Vesturlands fundust lífsýni ákærða á brotaþola og sálfræðingur bar einnig vitni um einkenni áfallastreituröskunar hjá henni. Hins vegar var litið til þess að engir líkamlegir áverkar voru á henni. Einnig tók dómurinn fram að hún hafi látið líða einn og hálfan sólarhring þar til hún sagði vinum og fjölskyldu frá atburðinum. Þar að auki hafi hún ekki verið í sjáanlegu uppnámi að sögn vitna. Jafnframt var rakið að hún hafi verið í góðum samskiptum við ákærða í langan tíma fyrir kvöldið örlagaríka og að ákærði hafi verið viss um að hún væri kynferðislega spennt fyrir honum. Ákærði var sýknaður.Þessir dómar eru einungis brotabrot af þeim kynferðisbrotadómum þar sem sömu sjónarmið eru lögð til grundvallar. Eftir að hafa kynnt mér þessa dóma þá gætu fyrstu drög handbókarinnar verið á þessa leið:1. Betra er að nauðgari tuski mann svolítið til, svo af hljótist sjáanlegir áverkar. Mikið virðist vera litið til þess konar áverka.2. Muna skal að hringja beint í alla vini og vandamenn eftir að nauðgun á sér stað og segja frá atburðinum. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að maður hafi ekki sagt frá. Það er jafnvel tilefni til að skrifa færslu á Facebook um atvikið svo það nái til sem flestra.3. Gott er að vera í mikilli geðshræringu eftir atburðinn, svo sjáanlegt sé. Lagt er til að baða út höndum og hlaupa um grátandi. Þannig er líklegra að tekið verði mark á manni.4. Varast skal að eiga vini eða kunningja af hinu kyninu. Þá er ekki hægt að nota það gegn manni að samskiptin við nauðgarann hafi verið góð fyrir nauðgunina. Svo skaltu ekki voga þér að eiga samskipti við nauðgara þinn á samfélagsmiðlum eftir atvikið, ekki svo mikið sem eitt like.5. Ef þú ert yngri en 15 ára þegar nauðgun á sér stað er gott að sýna nauðgara skilríki svo ekki sé hægt að byggja sýknudóm á gáleysi hans um aldur þinn. Með enn frekari rannsóknarvinnu væri hægt að gera bókina enn ítarlegri.Því miður er of seint að þessi bók verði með í jólabókaflóðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar