Hinum var bjargað af sýrlenskum og rússneskum sérsveitarmönnum. Hann þvertekur fyrir að nokkur viðvörun hafi verið gefin og fullyrðir einnig að vélin hafi ekki verið í tyrkneskri lofthelgi þegar hún var skotin.

Atvikið hefur valdið mikilli spennu á milli Rússa og Tyrkja. Yfirvöld í Moskvu tilkynntu nú í morgun að til stæði að herða eftirlit með matvælainnflutningi Tyrkja til Rússlands sem og reglur varðandi innflutninginn. Tilefni breytinganna er sagt vera ítrekuð brot Tyrkja á gæðareglum Rússa samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem er ríkisrekin.
Þar segir að um 15 prósent af tyrkneskum landbúnaðarvörum mæti ekki gæðakröfum Rússa. Í fyrra fluttu Rússar inn landbúnaðarvörur frá Tyrklandi fyrir 1,7 milljarð dala. Útflutningur Rússa til Tyrklands var 2,4 milljarðar.