Sérkennsla – neikvæð eða jákvæð þjónusta? Rannveig Lund skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Í viðtali við dr. Hermund Sigurðsson í Fréttablaðinu 12. okt. sl. segir hann óeðlilegt að 28% íslenskra barna þurfi sérkennslu á móti 8% norskra. Í áhersluramma er 28% slegið fram með stóru letri ásamt hlutfallstölum sem sýndu slakt gengi íslenskra unglinga í stærðfræði og náttúrufræði í PISA-könnuninni árið 2012. Ólík hlutföll um sérkennslu eru athyglisverð í ljósi þess að Ísland og Noregur aðhyllast sömu skólastefnuna um ,,skóla án aðgreiningar“ en skv. henni eiga allir rétt á námi í almenna grunnskólanum. Hlutfallstölur í báðum löndum byggjast á að rúmlega 99% nemenda stunda nám í almennum skólum auk hinna (>1%) sem eru í sérskólum og sérdeildum. Hvað skýrir muninn á hlutfallslegum fjölda sem nýtur sérkennslu í þessum tveimur löndum? Eru einhver tengsl milli fjölda sérkennslunemenda og frammistöðu landa í PISA-könnunum?Sérkennsla – ólík viðmið Opinber hlutföll um nemendur sem njóta sérkennslu á Íslandi og í Noregi eru ósamanburðarhæf þar sem þau fela ekki í sér sömu viðmið. Á Íslandi felur sérkennsla í sér aðstoð við þrjá eftirtalda hópa nemenda:1. Nemendur sem hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum og eru í almenna skólakerfinu, í sérskólum og sérdeildum.2. Nemendur sem EKKI hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum. Í þessum hópi geta verið nemendur sem t.d. bíða greiningar eða eru taldir geta náð sér á strik með stuttu inngripi við nám eða hegðun.3. Nemendur sem læra íslensku sem annað móðurmál. Hlutfall nemenda í sérkennslu sem var rúmlega 28% á Íslandi skólaárið 2014-2015, er meðaltal úr átta landshlutum (hæst 32%, lægst 22%). Allir nemendur telja jafnt inn í 28% hlutfallið, hvort sem þeir fá margar eða fáar sérkennslustundir, hvort þær fara fram inni í bekk eða utan, í litlum hópi eða einstaklingslega. Í Noregi felur sérkennsluhlutfallið (8%) eingöngu í sér nemendur með formlegar greiningar (sjá 1. lið), oftast frá sálfræðiskrifstofum sveitarfélaganna. Þetta eru nemendur sem verst nýta námið af þeim 25% sem einnig eiga í erfiðleikum með það (Norges offentlege utgreiingar:2009:18). Undirritaðri er ókunnugt um hvernig skólar í Noregi mæta nemendum með námserfiðleika en ekki formlega greinda (sjá 2. lið). Mér er hins vegar kunnugt um að 7% norskra nemenda með annað móðurmál fengu kennslu í norsku sl. skólaár. Sú kennsla er ekki skilgreind sem sérkennsla (sjá 3. lið). Annað dæmi um ólíka skilgreiningu á sérkennslu og þar með ósamanburðarhæfa við bæði Ísland og Noreg er sú danska. Í Danmörku eru eingöngu þeir nemendur skráðir opinberlega í sérkennslu sem fá að lágmarki 13,5 sérkennslustundir á viku.Um tengsl milli sérkennslu og PISA-kannana Framangreint sýnir að samanburður milli landa á sérkennsluþörf nemenda út frá opinberum tölum getur verið bæði varasamur og villandi fyrir umræðuna s.s um tengsl milli hlutfalls nemenda í sérkennslu og árangurs í PISA. Tölur um hvort tveggja voru í viðtalinu við Hermund birtar með neikvæðum formerkjum. Hvernig ber þá að túlka góðan árangur í PISA-könnunum og hátt sérkennsluhlutfall eins og í Finnlandi og Garðabæ (mbl. 12.12. 2013)? Í fyrsta lagi ber að skoða það sem liggur á bak við sérkennsluhlutföll. Í öðru lagi getur hátt hlutfall sérkennslu verið jákvætt, þ.e. bent til að þjónusta við fjölbreyttan nemendahóp sé góð. Heimildir: 06spesialpedagogikk 2013:5; Nordisk forbund for specialpedagogikk; www.hagstofa.is; Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Í viðtali við dr. Hermund Sigurðsson í Fréttablaðinu 12. okt. sl. segir hann óeðlilegt að 28% íslenskra barna þurfi sérkennslu á móti 8% norskra. Í áhersluramma er 28% slegið fram með stóru letri ásamt hlutfallstölum sem sýndu slakt gengi íslenskra unglinga í stærðfræði og náttúrufræði í PISA-könnuninni árið 2012. Ólík hlutföll um sérkennslu eru athyglisverð í ljósi þess að Ísland og Noregur aðhyllast sömu skólastefnuna um ,,skóla án aðgreiningar“ en skv. henni eiga allir rétt á námi í almenna grunnskólanum. Hlutfallstölur í báðum löndum byggjast á að rúmlega 99% nemenda stunda nám í almennum skólum auk hinna (>1%) sem eru í sérskólum og sérdeildum. Hvað skýrir muninn á hlutfallslegum fjölda sem nýtur sérkennslu í þessum tveimur löndum? Eru einhver tengsl milli fjölda sérkennslunemenda og frammistöðu landa í PISA-könnunum?Sérkennsla – ólík viðmið Opinber hlutföll um nemendur sem njóta sérkennslu á Íslandi og í Noregi eru ósamanburðarhæf þar sem þau fela ekki í sér sömu viðmið. Á Íslandi felur sérkennsla í sér aðstoð við þrjá eftirtalda hópa nemenda:1. Nemendur sem hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum og eru í almenna skólakerfinu, í sérskólum og sérdeildum.2. Nemendur sem EKKI hafa fengið formlega greiningu á námserfiðleikum sínum. Í þessum hópi geta verið nemendur sem t.d. bíða greiningar eða eru taldir geta náð sér á strik með stuttu inngripi við nám eða hegðun.3. Nemendur sem læra íslensku sem annað móðurmál. Hlutfall nemenda í sérkennslu sem var rúmlega 28% á Íslandi skólaárið 2014-2015, er meðaltal úr átta landshlutum (hæst 32%, lægst 22%). Allir nemendur telja jafnt inn í 28% hlutfallið, hvort sem þeir fá margar eða fáar sérkennslustundir, hvort þær fara fram inni í bekk eða utan, í litlum hópi eða einstaklingslega. Í Noregi felur sérkennsluhlutfallið (8%) eingöngu í sér nemendur með formlegar greiningar (sjá 1. lið), oftast frá sálfræðiskrifstofum sveitarfélaganna. Þetta eru nemendur sem verst nýta námið af þeim 25% sem einnig eiga í erfiðleikum með það (Norges offentlege utgreiingar:2009:18). Undirritaðri er ókunnugt um hvernig skólar í Noregi mæta nemendum með námserfiðleika en ekki formlega greinda (sjá 2. lið). Mér er hins vegar kunnugt um að 7% norskra nemenda með annað móðurmál fengu kennslu í norsku sl. skólaár. Sú kennsla er ekki skilgreind sem sérkennsla (sjá 3. lið). Annað dæmi um ólíka skilgreiningu á sérkennslu og þar með ósamanburðarhæfa við bæði Ísland og Noreg er sú danska. Í Danmörku eru eingöngu þeir nemendur skráðir opinberlega í sérkennslu sem fá að lágmarki 13,5 sérkennslustundir á viku.Um tengsl milli sérkennslu og PISA-kannana Framangreint sýnir að samanburður milli landa á sérkennsluþörf nemenda út frá opinberum tölum getur verið bæði varasamur og villandi fyrir umræðuna s.s um tengsl milli hlutfalls nemenda í sérkennslu og árangurs í PISA. Tölur um hvort tveggja voru í viðtalinu við Hermund birtar með neikvæðum formerkjum. Hvernig ber þá að túlka góðan árangur í PISA-könnunum og hátt sérkennsluhlutfall eins og í Finnlandi og Garðabæ (mbl. 12.12. 2013)? Í fyrsta lagi ber að skoða það sem liggur á bak við sérkennsluhlutföll. Í öðru lagi getur hátt hlutfall sérkennslu verið jákvætt, þ.e. bent til að þjónusta við fjölbreyttan nemendahóp sé góð. Heimildir: 06spesialpedagogikk 2013:5; Nordisk forbund for specialpedagogikk; www.hagstofa.is;
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar