Erlent

Hrottalegt morð vekur óhug í Bangladess

Bjarki Ármannsson skrifar
Mynd af Twitter-síðu sem stofnuð hefur verið vegna árásarinnar.
Mynd af Twitter-síðu sem stofnuð hefur verið vegna árásarinnar.
Þúsundir Bangladessa krefjast nú réttlætis fyrir þrettán ára dreng sem var barinn til dauða af hópi manna sem tóku árásina upp á myndband. Yfirvöld í landinu lofa því að bregðast við af hörku.

Myndbandið hefur ratað víða á netinu en þar sjást árásarmennirnir hlæja og hæðast að drengnum á meðan þeir binda hann við staur og berja hann með stöng. Drenginn saka þeir um að hafa reynt að stela reiðhjólavagni.

Grunaðir þjófar verða oft fyrir árásum í Bangladess en þessi tiltekna árás hefur vakið mikinn óhug meðal innfæddra, svo mikinn að lögregla hefur skipað sérstakt teymi til þess að rannsaka hana.

Að því er BBC greinir frá hafa þrír verið handteknir í tengslum við árásina, þeirra á meðal einn sem hafði flúið til Sádi-Arabíu. Innanríkisráðherra Bangladess segir í samtali við fjölmiðla þar í landi að engum árásarmannanna verði hlíft.

Drengurinn hét Samiul Alam Rajon og vann við að selja grænmeti með fjölskyldu sinni. Krufning leiddi í ljós að höfuðmeiðsli drógu hann til dauða en rúmlega sextíu sár fundust á líkama hans.

There can never be a worse crime than abusing an innocent child to death. Say no to child abuse!একটি নিষ্পাপ শিশুকে নির্যাতন করে মেরে ফেলার মতো বড় অপরাধ মনে হয় আর নেই। শিশু নির্যাতনকে না বলুন!

Posted by Mushfiqur Rahim on 13. júlí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×