„Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Atli Ísleifsson skrifar 13. júlí 2015 08:56 Samkomulagið náðist eftir sextán tíma maraþonfund í gær og nótt. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Samkomulagið hefur enn ekki verið gert opinbert, en vitað er að það felur í sér að Grikklandsstjórn þarf að stofna sérstakan sjóð fyrir fé sem fæst fyrir sölu ríkiseigna og endurgreiða lán með fé úr honum.Fréttaritari SVT segir að samkomulagið feli mögulega í sér að Grikklandsstjórn fái lengri tíma til að endurgreiða lán sín og að hlé verði gert á endurgreiðslum á ákveðnu tímabili.Auðveldar fjárfestingar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að samkomulagið muni greiða fyrir nýjum fjárfestingum í landinu, og þannig aðstoða gríska ríkinu að koma sér út úr kreppu og komast hjá hruni bankakerfisins. „Samkomulagið er erfitt en við komumst hjá þeirri kröfu að færa eignarhald á grískum ríkiseignum til útlanda.“ Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina.Þarf samþykkt þjóðþinga Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing evruríkjanna að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200 prósent af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu. Tengdar fréttir Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. Grísk stjórnvöld náðu samkomulagi við lánadrottna sína í morgun eftir maraþonfund í gær og nótt. Samkomulagið felur í sér að grísk stjórnvöld fái nýtt 86 milljarða evra lán í skiptum fyrir skuldbindingar um miklar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir. Samkomulagið hefur enn ekki verið gert opinbert, en vitað er að það felur í sér að Grikklandsstjórn þarf að stofna sérstakan sjóð fyrir fé sem fæst fyrir sölu ríkiseigna og endurgreiða lán með fé úr honum.Fréttaritari SVT segir að samkomulagið feli mögulega í sér að Grikklandsstjórn fái lengri tíma til að endurgreiða lán sín og að hlé verði gert á endurgreiðslum á ákveðnu tímabili.Auðveldar fjárfestingar Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að samkomulagið muni greiða fyrir nýjum fjárfestingum í landinu, og þannig aðstoða gríska ríkinu að koma sér út úr kreppu og komast hjá hruni bankakerfisins. „Samkomulagið er erfitt en við komumst hjá þeirri kröfu að færa eignarhald á grískum ríkiseignum til útlanda.“ Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina.Þarf samþykkt þjóðþinga Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing evruríkjanna að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200 prósent af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu.
Tengdar fréttir Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09