Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem gerð var í Túnis í gær. Á
rásin var gerð á Bardo-safninu sem er við hlið þinghússins í miðborg Túnisborgar, en 21 féll, þar af átján ferðamenn.
Bandaríkjastjórn hefur ekki getað staðfest að rétt sé að ISIS sé á bak við árásina, en talsmaður hennar sagði að árásin svipaði til fyrri árása samtakanna.
Samtökin hafa undanfarið birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna og kallað eftir árásum í Túnis í nafni ISIS. Hryðjuverkasamtökin hafa boðað frekari árásir.

