Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 21:10 Fyrirliðinn var sáttur með sína menn. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, var sáttur með spilamennsku íslenska liðsins í Konya í kvöld þrátt fyrir 1-0 tap gegn Tyrklandi. Hann var þó eðlilega ósáttur með að tapa. „Við viljum alla leiki og mér fannst við vera með tökin á þessu allan leikinn. Tyrkir byrjuðu vel en svo náðum við að spila og þeir fóru aftar og aftar,“ sagði Aron við Vísi eftir leik. „Við getum verið stoltir af þessari frammistöðu. Þó við töpuðum þessum leik getum við byggt á þessari frammistöðu. Það var bara gífurlega svekkjandi að fá á sig þetta mark.“ Aroni, eins og fleirum í liðinu, fannst Tyrkirnir ekki eiga að fá aukaspyrnuna sem skilaði sigurmarkinu. „Mér fannst þetta ekki vera aukaspyrna þarna undir lokin. Mér fannst Kári vinna einvígið heiðarlega, en einhvernveginn dæmir dómarinn aukaspyrnu. Þeir eru með frábæra spyrnumenn sem geta gert svona hluti,“ sagði Aron. „Það er ekkert sem við getum gert í þessu núna. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Mér finnst við getað gengið stoltir frá þessum leik. Mér leið allavega vel á vellinum.“Klárum þá á EM Íslenska liðið spilaði sterkan varnarleik eins og áður í undankeppninni en fram á við var ekki mikið að gerast. „Við höfum spilað svona alla keppnina. Þetta var öðruvísi gegn Lettlandi þar sem við spiluðum mikinn bolta og menn voru út og suður. Það kom svo í bakið á okkur þar,“ sagði fyrirliðinn. „Við þurftum að fara aftur í grundvallaratriðin eins og við höfum gert alla keppnina. Tyrkirnir eru góðir í fótbolta og því þurftum við að verjast vel og mikið á köflum. Þessi grundvallaratriði verða að vera á hreinu í Frakklandi ef við ætlum að ná úrslitum þar.“ „Tyrkir byrjuðu vel en duttu svo til baka. Þegar þeir heyrðu af úrslitunum í Hollandi bökkuðu þeir en svo þegar þeir heyrðu að Kasakar skoruðu sóttu þeir á okkur enda þurftu þeir þá bara eitt mark. Þeir voru bara heppnir að fá þessa aukaspyrnu. Ef við mætum þeim aftur á lokamótinu þá lokum við þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59 Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Kolbeinn: Getum gengið stoltir frá borði og brosað fram að EM Framherja íslenska landsliðsins fannst okkar menn betri aðilinn í Tyrklandi í kvöld. 13. október 2015 20:59
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21