„Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. október 2015 13:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila. Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. Fjárfestarnir sem handvaldir voru fengu hluti í Símanum á talsvert betra verði en í útboðinu. „Þetta er ekkert flókið. Það sitja ekki allir fjárfestar við sama borð. Og það er sumum boðið að kaupa þetta á mun hagstæðara verði heldur en öðrum og munu hagnast sem því nemur og það er því eðlilegt að spyrja af hverju það er og á hvaða forsendum það er gert,“ segir Guðlaugur. Íslenska ríkið á, í gegnum Bankasýsluna, á 13 prósenta hlut í Arion banka sem stóð fyrir sölunni. Guðlaugur segir að leið nefndarinnar til að kanna málið sé í gegnum Bankasýsluna. „Þetta er auðvitað að hluta til banki í eigu ríkisins, þannig að þarna er um að ræða ríkiseigu, að hluta til,” segir hann. En finnst þér viðskiptin eðlileg yfir höfuð, jafnvel þó að ríkið ætti ekki hlut að máli? „Nei mér finnst það ekki. Ef þú spyrð um það hvernig við getum nálgast þetta, þá eiga að vera til eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með þessu,“ segir hann. „Menn hafa spurt sig, ekki bara út af því þarna sitja aðilar ekki aðilar við sama borð, og það er verið að velja ákveðna viðskiptavini og gera þeim kleift að hagnast með þessum hætti, sem geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir, þá eru líka menn að velta fyrir sér hvort þarna gæti verið um markaðsmisnotkun að ræða, það sé verið að tryggja og búa til verð á fjármálagjörningi.“ Guðlaugur vill að Fjármálaeftirlitið taki málið fyrir hjá sér. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að stjórn Kaupskila, félags sem heldur utan um 87 prósent hlut kröfuhafa Kaupþings í Arion banka, ætli einnig að skoða málið og að mögulega verði stjórn bankans krafin um svör um söluna á hlutum til valinna aðila.
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00