Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 09:30 Marta býr með dóttur sinni í Vestmannaeyjum. Vísir/Aðsend/Vilhelm Marta Möller lagði fram nauðgunarkæru á Þjóðhátíð fyrir níu árum og segir hún mikla fjölmiðlaumfjöllun strax í kjölfar kæru hennar hafa reynst henni erfið. Þegar brotið var aftur á Mörtu árið 2013, nú í miðbæ Reykjavíkur, óttaðist hún að kæra þar sem hún vildi ekki þurfa að sjá fjallað um mál sitt í fjölmiðlum áður en hún fengi tækifæri á að jafna sig á því sem gerst hafði. Marta sagði sögu sína á Facebook, færsluna má sjá hér að neðan, þar sem hún hefur fyllst reiði vegna umræðunnar um ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, um að upplýsa ekki um kynferðisbrot á Þjóðhátíð. „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt,“ segir Marta í samtali við Vísi. „Hún er bara að hugsa um hagsmuni þolenda, það liggur ekkert annað að baki hjá henni. Ég hef lent í þessu tvisvar sinnum á ævinni og ég fann hvað það var miklu auðveldara að takast á við það í seinna skiptið þegar fréttaflutningur var ekki eins mikill. Bara ein frétt og búið.“Sjá einnig: Lögreglustjórinn í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrotPáley Borgþórsdóttir, er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Marta, sem er úr Vestmannaeyjum, fædd og uppalin, en þekkir Páley sjálfa ekkert persónulega, fór á Þjóðhátíð árið 2006, þá sextán ára, og lenti í því á laugardeginum að tveir menn réðust á hana. Þetta var hennar fyrsta Þjóðhátíð þar sem hún var með áfengi um hönd.Tjáði sig ekkert í þrjá daga „Þetta skeði um nóttina, um eitt fjörtíu. Sem betur fer hleyp ég framhjá tjöldunum og í tjaldið til mömmu og pabba og er komin í fangið á þeim stuttu síðar. Ég næ að æla út úr mér hvað gerðist og mamma, sem drekkur ekki, keyrir mig beint upp á lögreglustöð. Ferlið fer strax í gang, skýrslutaka og ég var flutt suður á spítala. Þegar við erum lent í bænum klukkan átta tuttugu er þetta strax komið í fjölmiðla,“ útskýrir Marta. Henni var hleypt heim af spítalanum sama dag og fer heim til frænku sinnar sem býr í Reykjavík. „Ég sest niður fyrir framan sjónvarpið og þá þarf ég að sjá þessa frétt. „Ung stúlka flutt suður..“. Á meðan ég er að reyna að jafna mig þá er þetta bara gargandi allt í kringum mig. Þetta hægði bara á öllu ferlinu. Ég sökk í sófann og tjáði mig ekki í þrjá daga.“ Marta lýsir því hvernig henni hafi þótt sem fjölmiðlar hafi tjáð fyrir hana nokkuð sem aðeins var fyrir hana að tjá sig um.Sjá einnig: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir erfitt að koma í veg fyrir kynferðisafbrot „Ég er ekki að segja að þeir sem lendi í nauðgun eigi að hafa þögn um það sem gerðist. En við eigum að fá að stjórna því sjálf hvenær okkar saga kemur fram. Páley er að gera alveg rétt með því að leyfa rannsókninni að fara í gang.“„Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax?“ Mörtu þykir að fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar nauðgunarinnar hefði þurft að vera talsvert öðruvísi háttað. „Þetta fer í fjölmiðla um leið og ég er búin að leggja fram kæruna um morguninn. Það hefði verið hægt að leyfa þessu að fara í fjölmiðla þegar ég var aðeins búin að ná mér, átta mig á þessu. Ég var undir áhrifum áfengis, var send í bæinn. Af hverju er manni ekki leyft að komast aðeins á rétt ról? Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun? Það var auðvitað ekkert í boði, rannsókn þurfti að fara strax fram í Dalnum. Mér finnst svo skrýtið að vera að taka skýrslu af sextán ára stelpu og senda hana strax frá sér.“ Marta segist hafa fundið fyrir augum á sér alls staðar þegar hún sneri aftur til Vestmannaeyja, allir hafi vitað af nauðguninni og að erfitt hafi verið að byrja aftur í skólanum. „Ég held að þolendur geri sér mun meiri grein fyrir þessu heldur en þeir sem hafi ekki lent í þessu. Páley er að gera þetta til að vernda okkur. Fyrstu dagarnir eru ógeðslegir. Svo kveikti maður á sjónvarpinu og útvarpinu og þetta er þar. Ég fer í bústað vikuna eftir og það er ennþá bara: „Ekkert hefur ennþá komið í ljós í rannsókn á nauðgun í Eyjum.“ Þetta var maður alltaf að sjá. Alltaf verið að minna mann á atburðinn, ég var ekki einu sinni byrjuð að vinna úr honum sjálf, var ekki komin niður á jörðina. Maður er bara dofinn, alveg tekinn úr sambandi, vill bara leggjast upp í rúm og gleyma öllu.“Hluti þeirra lögreglumann sem stóðu vaktina á Þjóðhátíð um helgina.Mynd af Facebook-síðu lögreglunnar í EyjumHún segir einnig hafa verið óþægilegt að eiga á hættu að heyra eitthvað um nýjar vendingar í rannsókninni í fjölmiðlum og hafa ekki vitað af því sjálf áður.Umræðan í þjóðfélaginu á lágu plani Marta segir mikinn mun hafa verið á fjölmiðlaumfjöllun í kringum glæpinn sem átti sér stað árið 2006 og þann sem átti sér stað árið 2013. Í seinna skiptið var henni nauðgað í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní. Hún segist hafa ítrekað það við lögreglu að mál hennar myndi ekki fara í fjölmiðla fyrst um sinn ellegar myndi hún ekki kæra. Ein frétt birtist um kæru hennar, þremur dögum eftir að atburðurinn átti sér stað í allsherjarumfjöllun um 17. júní hátíðahöld í miðborg Reykjavíkur. „Ég vildi ekki að neinn myndi vita þetta, skammaðist mín og allt það. Ég ætlaði ekki að kæra, ég var svo hrædd um að þurfa að kæra uppá að það færi í fréttirnar. Vissulega er þarna mikill þroskamunur á mér. Ég var 16 ára og svo 23 ára núna, auðvitað spilar hann inn í þetta líka, en það var svo mikill munur, það var ekki stanslaus áminning.“ Marta ætlaði ekkert að segja sína skoðun á umræðunni í þjóðfélaginu en þótti „komið gott“ líkt og hún segir. Henni þykir persónulega veist að Páleyju en sjálf segist hún eiga Páleyju mikið að þakka fyrir að opna umræðuna um stöðu þolenda kynferðisglæpa rétt eftir að brotið hefur verið á þeim. „Hún er ekki að segja að fólk eigi að grjóthalda kjafti. Hún er bara að segja að þolandinn eigi að fá að fara í gegnum fyrstu dagana án þess að vera stanslaust minntur á þetta.“ Páley er að mati Mörtu ekki að beita þöggun á umræðuna í heild sinni. Marta er ótrúlega ánægð með þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað undanfarið þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Ég styð það svo innilega. Finnst þetta alveg frábært.“ „Ég sem þolandi veit alveg hvað ég er að segja. Ef þú ert ekki þolandi þá geturðu ekki sett þig í þessi spor. Maður fann alveg hvernig þetta var.“ Mál Mörtu var látið niður falla þar sem hrottarnir sem brutu gegn henni á Þjóðhátíð fundust aldrei. Síðara málið er enn statt hjá lögreglu. Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir ummælin ekki svaraverð. Samfélagsváin sem nauðgun er nái langt út fyrir útihátíðir og tjaldstæði. 6. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Marta Möller lagði fram nauðgunarkæru á Þjóðhátíð fyrir níu árum og segir hún mikla fjölmiðlaumfjöllun strax í kjölfar kæru hennar hafa reynst henni erfið. Þegar brotið var aftur á Mörtu árið 2013, nú í miðbæ Reykjavíkur, óttaðist hún að kæra þar sem hún vildi ekki þurfa að sjá fjallað um mál sitt í fjölmiðlum áður en hún fengi tækifæri á að jafna sig á því sem gerst hafði. Marta sagði sögu sína á Facebook, færsluna má sjá hér að neðan, þar sem hún hefur fyllst reiði vegna umræðunnar um ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, um að upplýsa ekki um kynferðisbrot á Þjóðhátíð. „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt,“ segir Marta í samtali við Vísi. „Hún er bara að hugsa um hagsmuni þolenda, það liggur ekkert annað að baki hjá henni. Ég hef lent í þessu tvisvar sinnum á ævinni og ég fann hvað það var miklu auðveldara að takast á við það í seinna skiptið þegar fréttaflutningur var ekki eins mikill. Bara ein frétt og búið.“Sjá einnig: Lögreglustjórinn í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrotPáley Borgþórsdóttir, er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Marta, sem er úr Vestmannaeyjum, fædd og uppalin, en þekkir Páley sjálfa ekkert persónulega, fór á Þjóðhátíð árið 2006, þá sextán ára, og lenti í því á laugardeginum að tveir menn réðust á hana. Þetta var hennar fyrsta Þjóðhátíð þar sem hún var með áfengi um hönd.Tjáði sig ekkert í þrjá daga „Þetta skeði um nóttina, um eitt fjörtíu. Sem betur fer hleyp ég framhjá tjöldunum og í tjaldið til mömmu og pabba og er komin í fangið á þeim stuttu síðar. Ég næ að æla út úr mér hvað gerðist og mamma, sem drekkur ekki, keyrir mig beint upp á lögreglustöð. Ferlið fer strax í gang, skýrslutaka og ég var flutt suður á spítala. Þegar við erum lent í bænum klukkan átta tuttugu er þetta strax komið í fjölmiðla,“ útskýrir Marta. Henni var hleypt heim af spítalanum sama dag og fer heim til frænku sinnar sem býr í Reykjavík. „Ég sest niður fyrir framan sjónvarpið og þá þarf ég að sjá þessa frétt. „Ung stúlka flutt suður..“. Á meðan ég er að reyna að jafna mig þá er þetta bara gargandi allt í kringum mig. Þetta hægði bara á öllu ferlinu. Ég sökk í sófann og tjáði mig ekki í þrjá daga.“ Marta lýsir því hvernig henni hafi þótt sem fjölmiðlar hafi tjáð fyrir hana nokkuð sem aðeins var fyrir hana að tjá sig um.Sjá einnig: Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir erfitt að koma í veg fyrir kynferðisafbrot „Ég er ekki að segja að þeir sem lendi í nauðgun eigi að hafa þögn um það sem gerðist. En við eigum að fá að stjórna því sjálf hvenær okkar saga kemur fram. Páley er að gera alveg rétt með því að leyfa rannsókninni að fara í gang.“„Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax?“ Mörtu þykir að fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar nauðgunarinnar hefði þurft að vera talsvert öðruvísi háttað. „Þetta fer í fjölmiðla um leið og ég er búin að leggja fram kæruna um morguninn. Það hefði verið hægt að leyfa þessu að fara í fjölmiðla þegar ég var aðeins búin að ná mér, átta mig á þessu. Ég var undir áhrifum áfengis, var send í bæinn. Af hverju er manni ekki leyft að komast aðeins á rétt ról? Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun? Það var auðvitað ekkert í boði, rannsókn þurfti að fara strax fram í Dalnum. Mér finnst svo skrýtið að vera að taka skýrslu af sextán ára stelpu og senda hana strax frá sér.“ Marta segist hafa fundið fyrir augum á sér alls staðar þegar hún sneri aftur til Vestmannaeyja, allir hafi vitað af nauðguninni og að erfitt hafi verið að byrja aftur í skólanum. „Ég held að þolendur geri sér mun meiri grein fyrir þessu heldur en þeir sem hafi ekki lent í þessu. Páley er að gera þetta til að vernda okkur. Fyrstu dagarnir eru ógeðslegir. Svo kveikti maður á sjónvarpinu og útvarpinu og þetta er þar. Ég fer í bústað vikuna eftir og það er ennþá bara: „Ekkert hefur ennþá komið í ljós í rannsókn á nauðgun í Eyjum.“ Þetta var maður alltaf að sjá. Alltaf verið að minna mann á atburðinn, ég var ekki einu sinni byrjuð að vinna úr honum sjálf, var ekki komin niður á jörðina. Maður er bara dofinn, alveg tekinn úr sambandi, vill bara leggjast upp í rúm og gleyma öllu.“Hluti þeirra lögreglumann sem stóðu vaktina á Þjóðhátíð um helgina.Mynd af Facebook-síðu lögreglunnar í EyjumHún segir einnig hafa verið óþægilegt að eiga á hættu að heyra eitthvað um nýjar vendingar í rannsókninni í fjölmiðlum og hafa ekki vitað af því sjálf áður.Umræðan í þjóðfélaginu á lágu plani Marta segir mikinn mun hafa verið á fjölmiðlaumfjöllun í kringum glæpinn sem átti sér stað árið 2006 og þann sem átti sér stað árið 2013. Í seinna skiptið var henni nauðgað í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní. Hún segist hafa ítrekað það við lögreglu að mál hennar myndi ekki fara í fjölmiðla fyrst um sinn ellegar myndi hún ekki kæra. Ein frétt birtist um kæru hennar, þremur dögum eftir að atburðurinn átti sér stað í allsherjarumfjöllun um 17. júní hátíðahöld í miðborg Reykjavíkur. „Ég vildi ekki að neinn myndi vita þetta, skammaðist mín og allt það. Ég ætlaði ekki að kæra, ég var svo hrædd um að þurfa að kæra uppá að það færi í fréttirnar. Vissulega er þarna mikill þroskamunur á mér. Ég var 16 ára og svo 23 ára núna, auðvitað spilar hann inn í þetta líka, en það var svo mikill munur, það var ekki stanslaus áminning.“ Marta ætlaði ekkert að segja sína skoðun á umræðunni í þjóðfélaginu en þótti „komið gott“ líkt og hún segir. Henni þykir persónulega veist að Páleyju en sjálf segist hún eiga Páleyju mikið að þakka fyrir að opna umræðuna um stöðu þolenda kynferðisglæpa rétt eftir að brotið hefur verið á þeim. „Hún er ekki að segja að fólk eigi að grjóthalda kjafti. Hún er bara að segja að þolandinn eigi að fá að fara í gegnum fyrstu dagana án þess að vera stanslaust minntur á þetta.“ Páley er að mati Mörtu ekki að beita þöggun á umræðuna í heild sinni. Marta er ótrúlega ánægð með þá vitundarvakningu sem hefur átt sér stað undanfarið þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Ég styð það svo innilega. Finnst þetta alveg frábært.“ „Ég sem þolandi veit alveg hvað ég er að segja. Ef þú ert ekki þolandi þá geturðu ekki sett þig í þessi spor. Maður fann alveg hvernig þetta var.“ Mál Mörtu var látið niður falla þar sem hrottarnir sem brutu gegn henni á Þjóðhátíð fundust aldrei. Síðara málið er enn statt hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00 Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir ummælin ekki svaraverð. Samfélagsváin sem nauðgun er nái langt út fyrir útihátíðir og tjaldstæði. 6. ágúst 2015 09:30 Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir. 4. ágúst 2015 19:00
Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir ummælin ekki svaraverð. Samfélagsváin sem nauðgun er nái langt út fyrir útihátíðir og tjaldstæði. 6. ágúst 2015 09:30
Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau. 30. júlí 2015 19:00