Erlent

Kalifornía, New York og Nevada meðal ríkja sem líkleg eru til að lögleiða kannabisefni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kannabis hefur verið lögleitt í Alaska, Colorado, Oregon og District of Columbia.
Kannabis hefur verið lögleitt í Alaska, Colorado, Oregon og District of Columbia. vísir/epa
Áður en að Alaska, Colorado, Oregon og District of Columbia lögleiddu kannabisefni höfðu öll ríkin dregið úr refsingum vegna smárra neysluskammta eða höfðu leyft notkun kannabis í lækningaskyni.

Með tilliti til þess hvernig málum var háttað í þessum fjórum ríkjum áður en kannabisefni voru lögleidd hefur greiningarfyrirtækið 24/7 Wall St. tekið saman hvaða ríki eru líklegust til að lögleiða kannabis næst. Ríkin eiga það öll sameiginlegt að fólk sem er tekið með smáa neysluskammta fær ekki fangelsisdóm og þá er kannabis leyft í lækningaskyni.

Greiningarfyrirtækið leit einnig til tíðni þeirra glæpa þar sem kannabis kemur við sögu í ríkjunum og fjölda íbúa sem talið er að hafi neytt kannabis seinasta árið.

Samkvæmt greiningu 24/7 Wall St. eru eftirfarandi ríki líklegust til að verða þau næstu sem lögleiða kannabisefni:

Massachusetts, Nevada, Kalifornía, New York, Vermont, Minnesota, Connecticut, Maryland, Rhode Island, Maine og Delaware.

Nánar má svo lesa um úttektina hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×