Alfreð Finnbogason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Olympiacos tapaði 0-3 fyrir Bayern München á heimavelli sínum í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 52. mínútu kom Thomas Müller þýsku meisturunum í 0-1 þegar fyrirgjöf hans frá hægri kanti hafnaði í markinu.
Varamaðurinn Mario Götze jók forskot Bayern í 0-2 á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Müller sitt annað mark úr vítaspyrnu. Öruggur 0-3 sigur Bayern því staðreynd.
Öll úrslit kvöldsins:
E-riðill
Leverkusen 4-1 BATE Borisov
1-0 Ahmed Mehmedi (4.), 1-1 Nemanja Milunovic (13.), 2-1 Hakan Calhanoglu (47.), 3-1 Javier Herández (59.), 4-1 Calhanoglu, víti (76.).
Roma 1-1 Barcelona
0-1 Luís Suárez (21.), 1-1 Alessandro Florenzi.
F-riðill
Dinamo Zagreb 2-1 Arsenal
1-0 Josip Pivarić (24.), 2-0 Junior Fernandes (58.), 2-1 Theo Walcott (79.).
Rautt spjald: Oliver Giroud, Arsenal (40.).
Olympiacos 0-3 Bayern München
0-1 Thomas Müller (52.), 0-2 Mario Götze (89.), 0-3 Müller, víti (90+2).
G-riðill
Dynamo Kiev 2-2 Porto
1-0 Oleh Gusev (20.), 1-1 Vincent Aboubakar, 1-2 Aboubakar (81.), 2-2 Vitaliy Buyalskiy (89.).
Chelsea 4-0 Maccabi Tel-Aviv
1-0 Willian (15.), 2-0 Oscar, víti (45+4), 3-0 Diego Costa (58.), Cesc Fábregas (78.).
H-riðill
Valencia 2-3 Zenit
0-1 Hulk (9.), 0-2 Hulk (45.), 1-2 Joao Cancelo (55.), 2-2 André Gomes (73.), 2-3 Axel Witsel (76.).
Gent 1-1 Lyon
0-1 Christophe Jallet (58.), 1-1 Danijel Milicevic (68.).
Alfreð kom ekkert við sögu gegn Bayern | Öll úrslit kvöldsins

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
