Chaplin og Sinfónían Magnús Guðmundsson skrifar 8. maí 2015 10:00 Snilld Chaplins nýtur sín vel í meistarverki hans Nútímanum við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í kvöld og á laugardag heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands bíó-tónleika í Eldborg í Hörpu. Kvikmynd Chaplins Nútíminn verður sýnd á stóru tjaldi og hljómsveitin flytur tónlistina undir stjórn Franks Strobel. Á föstudag hefjast bíó-tónleikarnir kl. 19.30 en á laugardag verður boðið upp á sannkallað þrjúbíó. Hljómsveitarstjóri verður hinn þýski Frank Strobel sem hefur margsinnis komið til Íslands með snilldarverk kvikmyndasögunnar í farteskinu. Nútíminn er frá árinu 1936 og er talin til helstu afreka Chaplins og er vissulega ein af vinsælustu kvikmyndum þessa mikla meistara þöglu myndanna. Chaplin hugðist upphaflega láta myndina verða sína fyrstu talmynd en hætti við það af ótta við að með því myndi geðþokki litla flækingsins bíða skaða. Myndin er samt ekki alveg þögul vegna þess að Chaplin syngur eitt lag á hrognamáli í einu af mörgum drepfyndnum atriðum myndarinnar. Tónlist Chaplins er óaðskiljanlegur hluti kvikmynda hans. Líkt og Wagner notar hann tónlistina sem leiðarstef í verkum sínum og er hin sígilda dægurperla Smile ástarstefið í Modern Times. Í því kristallast í raun inntak myndarinnar: brostu og horfðu bjartsýnn fram á veginn. Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í kvöld og á laugardag heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands bíó-tónleika í Eldborg í Hörpu. Kvikmynd Chaplins Nútíminn verður sýnd á stóru tjaldi og hljómsveitin flytur tónlistina undir stjórn Franks Strobel. Á föstudag hefjast bíó-tónleikarnir kl. 19.30 en á laugardag verður boðið upp á sannkallað þrjúbíó. Hljómsveitarstjóri verður hinn þýski Frank Strobel sem hefur margsinnis komið til Íslands með snilldarverk kvikmyndasögunnar í farteskinu. Nútíminn er frá árinu 1936 og er talin til helstu afreka Chaplins og er vissulega ein af vinsælustu kvikmyndum þessa mikla meistara þöglu myndanna. Chaplin hugðist upphaflega láta myndina verða sína fyrstu talmynd en hætti við það af ótta við að með því myndi geðþokki litla flækingsins bíða skaða. Myndin er samt ekki alveg þögul vegna þess að Chaplin syngur eitt lag á hrognamáli í einu af mörgum drepfyndnum atriðum myndarinnar. Tónlist Chaplins er óaðskiljanlegur hluti kvikmynda hans. Líkt og Wagner notar hann tónlistina sem leiðarstef í verkum sínum og er hin sígilda dægurperla Smile ástarstefið í Modern Times. Í því kristallast í raun inntak myndarinnar: brostu og horfðu bjartsýnn fram á veginn.
Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira