Lífið

Boða jákvæða sýn á hjólabrettin

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Róbert sýnir listir sínar á hjólabrettinu.
Róbert sýnir listir sínar á hjólabrettinu. Vísir/Ernir
„Markmiðið hjá okkur er, þegar þetta er komið gang, að hjálpa þeim sem eru á hjólabrettum að fara á keppnir erlendis,“ segir Róbert Ingimarsson, einn stofnenda hjólabrettafatamerkisins Real Ice.

Á bak við merkið standa hjólabrettaiðkendur, myndlistarmenn og tónlistarfólk, og í sameiningu gera þau boli, peysur og annan fatnað, ásamt myndböndum.

„Við gerum allt sjálf, og erum með flotta listamenn eins og Gísla Pálma með okkur í liði. Tökum myndirnar, hönnum lógóin og erum með landsliðið á hjólabrettum í teyminu að gera myndböndin, en ég held að við séum fyrsta íslenska fyrirtækið sem auglýsum eingöngu með svona myndböndum á netinu,“ segir Róbert.

Hann tekur fram að þeir séu alls ekki að finna um hjólið, enda sé slík markaðssetning þekkt hjá sambærilegum merkjum erlendis.

„Við vonum bara að þetta hjálpi fólki að skilja mikilvægi þessarar hjólabrettamenningar. Í myndbandinu þá kannski dettur viðkomandi, en hann stendur alltaf upp aftur og þetta getur maður tengt við lífið sjálft,“ segir Róbert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×