Hvar verður besta veðrið um verslunarmannahelgina? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:02 Frá Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. vísir/óskar Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis. Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er framundan. Margir verða á faraldsfæti enda er mikið af útihátíðum víða um land. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Eina með öllu á Akureyri, Mýrarboltann á Ísafirði, Neistaflug á Neskaupsstað og Síldarævintýri á Siglufirði. Þá verða KFUM og KFUK með Sæludaga í Vatnaskógi og Hvítasunnukirkjan verður með Kotmót sitt á Hvolsvelli. Innipúkinn verður svo haldinn í Reykjavík. Eflaust eru flestir ferðalangar farnir að velta fyrir sér hvar besta veðrið verður. Að sögn Hrafns Guðmundssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, má búast við því að verðið verði einna best suðvestanlands „svona yfir það heila,“ eins og hann orðar það.Ætti að haldast þurr á föstudaginn „Það verður fínasta veður víðast hvar á föstudaginn. Það verður kannski eitthvað hvasst ennþá allra syðst og það verður ennþá svolítið svalt fyrir norðan. Hitinn mun kannski rétt slefa í 10 gráðurnar þar,“ segir Hrafn. Hann ætti því að haldast þurr á föstudeginum um allt land en á laugardeginum er spáð rigningu á Vestfjörðum og jafnvel fyrir norðan. Enn er þó óvissa í spánum varðandi hversu mikið muni rigna norðanlands. Á sunnudag er því spáð að stytti upp á Vestfjörðum og rofi til. Það ætti því að vera ágætis veður þar seinnipart sunnudags og mánudag.Hægur vindur og sól í Eyjum Sólin ætti einnig að brjótast fram á Akureyri á sunnudeginum. Þá er einnig spáð bjartviðri fyrir norðan á mánudeginum. Á Austfjörðum ætti að sjást eitthvað til sólar alla daga um helgina og ekki er spáð úrkomu. Það ætti svo að viðra vel á þjóðhátíðargesti á laugardag og sunnudag þar sem spáð er hægum vindi, sólin ætti að láta sjá sig og það verður þurrt að mestu. Mesta óvissan í spánni er svo varðandi mánudaginn. „Það er djúp lægð hérna suður af landinu sem er að koma. Spurningin er hversu nálægt hún verður eða hversu hratt hún kemur til okkar,“ segir Hrafn. Spáin núna gefur til kynna að hún nái inn á mánudagskvöld eða aðfaranótt þriðjudags en þá ætti að vera farið að hvessa við suður-og suðausturströndina seinni partinn á mánudag. „Ef að spáin rætist svona þá verður veðrið best á norðanverðu landinu á mánudag. Þar verður þurrt og búið að hlýna talsvert þar.“Textaspá Veðurstofu Íslands fyrir verslunarmannahelgina:Á föstudag:Norðan og norðaustan 3-10 metrar á sekúndu. Skýjað og úrkomulítið norðan til á landinu. Víða bjartviðri annars staðar, en möguleiki á rigningu allra syðst. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðvestanlands.Á laugardag:Norðan 8-13 metrar á sekúndu vestast, annars hægari vindur. Skýjað með köflum sunnanlands og á Austfjörðum, en súld eða rigning á norðurhelmingi landins. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.Á sunnudag:Austlæg eða breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu. Skýjað með köflum og smáskúrir á stöku stað. Hiti 8 til 16 stig.Á mánudag (frídagur verslunarmanna):Útlit fyrir vaxandi austanátt. Bjart með köflum, en þykknar upp um landið suðaustanvert. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi.Sjá nánar á veðurvef Vísis.
Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00 Þjóðhátíðarlag FM95BLÖ slær í gegn Horft hefur verið 55.000 sinnum á myndbandið. 28. júlí 2015 13:08 Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Reynsluboltarnir deila uppskriftinni að hinni fullkomnu Þjóðhátíð Stærsta og vinsælasta útihátíðin á Íslandi er framundan og má búast við 15.000 manns í Vestmannaeyjum um næstu helgi. 28. júlí 2015 16:00
Bensínstöðvar bjóða upp á bjór Bjór verður seldur á þremur bensínstöðvum Olís nú um verslunarmannahelgina 17. júlí 2015 08:00