Erlent

„Íslamisti“ skotinn til bana af lögreglu í Berlín

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónn að störfum í Berlín.
Lögregluþjónn að störfum í Berlín. Vísir/AfP
Lögregluþjónar í Berlín skutu í dag íraskan mann til bana. Maðurinn hafði ráðist á lögreglukonu með hnífi og særði hana. Lögreglan segir hann vera grunaðan „íslamista“. Hann var 41 árs gamall og var dæmdur í fangelsi árið 2008 fyrir að skipuleggja árás á fyrrverandi forsætisráðherra Írak, Iyad Allawi.

Fjórir lögreglubílar voru kallaðir til í dag þar sem maðurinn var að ógna fólki á götum Berlínar, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Þegar lögreglukonan nálgaðist hann, stakk hann konuna og særði hana alvarlega. Aðrir lögegluþjónar skutu manninn til bana.

Saksóknarnar segja að maðurinn heiti Rafik Y og að hann hafi tekið af sér öklaband sem hann bar vegna dóms. Árið 2008 var hann dæmdur í átta ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×