Erlent

Fimmtán látnir eftir gríðarsterkan jarðskjálfta í Síle

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ein milljón manns þurfti að flýja heimili sín.
Ein milljón manns þurfti að flýja heimili sín. Vísir/AFP
Fimm eru látnir í Síle eftir að jarðskjálfti upp á 8.3 stig reið yfir landið í nótt. Um 20 slösuðust í skjálftanum. Minnst fimmtán eftirskjálftar fylgdu stóra skjálftanum.

Ein milljón manns þurfti að flýja heimili sín en byggingar sveifluðust til og brotnuðu í sumum tilfellum í skjálftanum.

Skjálftinn fannst alla leið til 
Buenos   Aires , höfuðborg Argentínu, sem er í meira en 1.100 kílómetra fjarlægð. 

Flóðbylgjur  skella nú á strönd Síle en öldur upp undir 4.5 metra hafa sést. Búið er að gefa út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans í Perú, Nýja Sjálandi, Kaliforníu,  Havaí  og fleiri stöðum á Kyrrahafinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×