Enski boltinn

Vilja ræða við Hodgson um framhaldið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins.
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Vísir/Getty
Greg Dyke, formaður enska knattpsyrnusambandsins, segir að sambandið vilji hefja viðræður við landsliðsþjálfarann Roy Hodgson um nýjan samning innan árs.

Hodgson er 67 ára gamall og tók við stafinu af Fabio Capello árið 2012. Undir hans stjórn komst England þó ekki áfram úr riðlakeppni HM í Brasilíu í sumar.

Liðið er þó á toppi síns riðils í undankeppni EM 2016 með fullt hús stiga að loknum fjórum leikjum en samningur Hodgson rennur út eftir úrslitakeppni EM í Frakklandi.

„Einhvern tímann á næsta ári munum við ræða um hvað tekur við að keppninni lokinni. Mér líkar vel við Roy og spjalla við hann reglulega. Við höfum þó ekkert rætt samningamálin til þessa.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×