Erlent

Leyfir ekki greftrun lítillar rómastúlku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hörð stefna er rekin gegn rómafólki í Frakklandi.
Hörð stefna er rekin gegn rómafólki í Frakklandi. Vísir/AFP
Bæjarstjóri í franska bænum Champlan, Christian Leclerc, hefur neitað að leyfa greftrun lítillar stúlku sem lést á jóladag.

Stúlkan tilheyrði rómafólki og bjó ásamt fjölskyldu sinni skammt frá bænum. Franska dagblaðið Le Parisien hefur eftir Leclerc að lítið sé um greftrunarpláss í bænum og þeim sé veittur forgangur sem hafa greitt skatta.

Ákvörðun Leclerc hefur hneykslað marga og sagði meðal annars bæjarstjórinn í næsta bæ hana óskiljanlega. Þá hafa aðilar sem berjast fyrir réttindum rómafólks í Frakklandi sagt ákvörðunina endurspegla kynþáttafordóma og útlendingahatur.

Mjög hörð stefna er rekin gegn rómafólki í Frakklandi. Tjaldsvæði þeirra eru reglulega eyðilögð og þúsundum vísað árlega úr landi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×