Erlent

Brenndi hundinn sinn lifandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrst sagðist Vieira hafa týnt Lucky, þetta er þó ekki hann.
Fyrst sagðist Vieira hafa týnt Lucky, þetta er þó ekki hann. Vísir/Getty
Bandarískur maður hefur játað fyrir rétti að hafa brennt hundinn sinn lifandi. Hann sagðist hafa bundið fætur hundsins og trýni áður en hann helti eldsneyti yfir hundinn og brenndi hann. Hann var ákærður fyrir að pynta gæludýr, hindra framgang réttvísinnar og að dreifa rusli.

Arthur Vieira á yfir höfði sér sjö ára fangelsi og saksóknarar ætla sér að fara fram á hámarks refsingu.

Verjandi mannsins sagði miðlum ytra að í raun væri ekkert sem útskýrði hvað Vieira gerði. Hann er í sjóher Bandaríkjanna og er með hreina sakaskrá. Þó sé hann nú í meðferð hjá geðlækni og er ýmislegt sem bendir til að hann eigi við geðræn vandamál að stríða.

Slökkviliðsmenn fundu hundinn sem hét Lucky og var borið kennsl á hann með örflögu sem hafði verið komið fyrir í hundinum. Fyrst sagðst Vieira hafa týnt hundinum þegar lögregluþjónar spurðu hann út í málið. Hann sagði svo að hundurinn hefði bitið hann og að hann hefði haldið að hundurinn væri dáinn þegar hann kveikti í honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×