Erlent

Talibanar grýttu unga konu til dauða

Samúel Karl Ólason skrifar
Eldri menn grýttu Rokhsahana þar sem hún stóð í þröngri holu.
Eldri menn grýttu Rokhsahana þar sem hún stóð í þröngri holu.
Talibanar í Afganistan birtu í dag myndband af því þegar ung kona er grýtt til dauða fyrir framhjáhald. Konan sem heitir Rokhsahana er sögð vera 19 til 21 árs gömul. Hún var neydd í hjónaband með eldri mann gegn vilja sínum og hafi haldið við annan mann. Sá er sagður vera á hennar aldri og hann hefur ekki hlotið refsingu.

MorRokhsahana var myrt í síðustu viku, en hluti myndbandsins var sýndur af fjölmiðlum í Afganistan og er í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Á myndbandinu má sjá hvernig kona stendur ofan í þröngri holu og eldri menn kasta í hana grjóti. Hún endurtekur sífellt bæn og rödd hennar virðist örvæntingarfyllri með hverri sekúndu sem líður.

Seema Joyenda, ríkisstjóri Firozkoh héraðs, sagði AFP fréttaveitunni að Rokhsahana hefði verið grýtt til dauða af trúarleiðtogum og stríðsherrum. Hún fordæmdi morðið og kallaði eftir því að yfirvöld í Kabúl hreinsi héraðið af Talibönum.

Joyenda er ein af tveimur kvenkyns ríkisstjórum í Afganistan, en hún segir að á því svæði sem morðið átti sér stað eigi konur undir högg að sækja. „Þetta er fyrsta slíka atvikið á þessu svæði, en það verður ekki 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×