Serbar náðu í stig | Úrslitaleikur á sunnudag 10. júní 2015 19:41 Serbar töpuðu stórt á Íslandi og það gæti orðið liðinu að falli. Vísir/Ernir Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00