Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 18:34 Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur. Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar óttast lagasetningu á verkfallið eftir að viðræðum við ríkið var slitið í dag. Deilan er í algjörum hnút og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Fundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófst klukkan ellefu í morgun í Karphúsinu var slitið klukkan 2. Enginn árangur náðist á fundinum og enn ber töluvert á milli deiluaðila. „Það er greinilegt að ríkið er ekki tilbúið að koma til móts við okkar kröfur frekar en þeir hafa gert nú þegar. Við teljum okkur hafa gefið það mikið eftir af okkar kröfum að við getum ekki unað við það sem okkur er boðið.,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags hjúkrunarfræðinga. Félagið hefur ekki gefið upp kröfur sínar. „Við höfum gefið það upp að við viljum jafna hér kynbundinn launamun milli stétta og jafnframt að nám og ábyrgð hjúkrunarfræðinga sé metið til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við höfum gefið til kynna að sá munur er 14-25 prósent á meðatals dagvinnulaunum,“ segir Ólafur. Ólafur segir félagið óttast að lög verði sett á verkfallið. „Það þýðir að verkfalli lýkur og hjúkrunarfræðingar snúa aftur til starfa. Hins vegar er vandamálið enn þá til staðar. Það er að kjarasamningurinn er ekki undirritaðurog ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir hann. Hann segir hjúkrunarfræðinga upplifa virðingarleysi frá stjórnvöldum. „Við erum í þeirri vegferð að reyna tryggja öruggt og öflugt heiilbrigðiskerfi til framtíðar. Það er alveg ljóst að það verður ekki gert án hjúkrunarfræðinga. Við erum hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Verði ekki gengið til samning við okkur og við ekki samkeppnishæf á við önnur störf þá munum við ekki hafa hjúkrunarfræðinga hérna í framtíðinni til að sinna þessum störfum.“ Það var þungt yfir þeim hjúkrunarfræðingum sem voru staddir á skristofu félagsins í dag. Mikið álag sé á þeim hjúkrunarfræðingum sem séu á vakt og ástandið sé slæmt bæði á spítölum og á heilsugæslustöðvum. „Það er bara rosalega dapurt. Ég er búin að vera verkfallsvörslu, manni finsnt bara sorglegt að labba um gangana. Þetta er illa mannað. Sjúklingarnir klaga ekki, þeir eru þakklátir og svona en maður veit af fólkinu sem er heima að bíða eftir aðgerð og manni finnst sorglegt að þeir komist ekki í aðgerð eins og á að vera,” segir Anna Huld Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira